Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Ekki spurning... ef satt er

Ef þetta er satt sem Höskuldur segir þá er bera að keyra á'ða. Ekki spurning. Ef Höskuldur hefur ekkert fyrir sér í þessu máli þá er það ljótur leikur. Það hlýtur að koma í ljós í dag hvort þetta er rétt.
mbl.is Vilja lána 2000 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur heill

Loksins eitthvað að gerast í íslenskri pólitík. Gott hjá Ögmundi. Þjóðstjórn? Eitt er víst að þjóðarskútan drafar í hálfu kafi.... einu ári eftir hrun.  Eitthvað hefur vantað upp á ákvarðanatöku stjórnvalda á árinu. Svo mikið er víst. Og líklega allt of mikið af kálfum á þingi... sem ekki skilja muninn á debet og kredit.
mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jesús á jeppa?

Jesús á jeppa?
mbl.is Ætlar yfir 200 metra vatn á jeppanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin segir nei við svona hátterni

Er ekki kominn tími til að Íslendingar þaggi niður í þessum hrokafulla og atkvæðissjúka manni sem Gordon Brown er? Þvílík slepja sem lekur út úr manninum. Og er eitthvað réttlæti í því að Íslendingar borgi fyrir glæpsamlegt athæfi starfsmanna einkarekinna banka, sem störfuðu á erlendri grund með dyggum stuðningi erlendra banka? Gordon Brown slær sig til riddara á kostnað íslensku þjóðarinnar og heldur henni í gíslingu með dyggri aðstoð vina sinna í Hollandi. Jafnvel "vinir" okkar á Norðurlöndum, tefla þessa ljótu skák með Hollendingum og Bretum. Þetta eru hefndaraðgerðir og ekkert annað en stríðsyfirlýsing. Það á að kúga okkur til hlýðni, smælingjana. Svo sem ekkert nýtt í mjög svo misjafnri og blóðugri sögu breska "heimsveldisins". Það er öllum ljóst að Gordon Brown er búinn að gera í brækurnar heima fyrir og ekkert nema ógeðslegt hvernig hann nýtir sér Icesave- málið, sjálfum sér til framdráttar. Maður sem kennir sig við "Verkamannaflokk"! Hvílík hræsni. Á endanum hlýtur heimurinn að sjá í gegnum þetta fúlmenni og misjafnar gjörðir hans. En á meðan hann og hans mátar komast upp með þenna ljóta leik, blæðir fámennri þjóð í norðri, sem ekkert hefur til saka unnið. Ætlum við að láta svona lítilmenni ráða framtíð okkar og barna okkar? Hvað segið þið Alþingismenn? Ætlið þið að hneigja ykkur og beygja og segja já takk við svona nauðgun? Ef svo er, þá held ég að tími ykkar á löggjafarsamkomu þjóðarinnar sé senn liðinn. Þjóðin segir nei við svona hátterni.
mbl.is Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki alveg ónýtir

Jájá við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að forða því að það fæðist fleiri Framsóknarmenn. Það hafa meira að segja ungir Framsóknarmenn uppgötvað. Ekki alveg ónýtir.
mbl.is Ungir framsóknarmenn vilja ódýrari getnaðarvarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæli þarft

Mæli þarft eða þegi. Loksins.
mbl.is Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olían talar

Ja margur verður af aurum api...... ég segi nú ekki meira en það.
mbl.is Arabískur prins hyggst kaupa Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur von Íslandi

Steingrímur vonar. Jóhanna vonar. Steingrímur von Sigfússon. Jóhanna von Sigurðardóttir. Landar þeirra eru margir á vonarvöl. Það er böl. Lykilorð þessarar ríkisstjórnar er von.... lon og don.
mbl.is Vonast eftir Icesave niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að drepa drauma sína

Sumir eyða allri ævi sinni í að drepa drauma sína. Frú Merkel virðist ekki vera ein af þeim.
mbl.is Draumur Merkel rætist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látið Polanski lausan

Þrjátíu og eins árs gamalt mál leiðir til handtöku Roman Polanski. Þetta er fáránlegt en í stíl við margt sem bandarísk stjórnvöld geta tekið upp á. Hvernig var með Chaplin? Hvernig var með Lennon? Þeir virðast ekki þola mikla gagnrýni vestra. Látið Polanski lausan strax. Hann hefur ekkert í fangelsi að gera. Lofið honum að vinna vinnuna sína.
mbl.is Ætla að óska eftir lausn Polanskis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband