112--Pólitísk aðstoð á stundinni

Björn Bjarnason var rétt í þessu í þættinum Ísland í dag og var kallinn óvenju glaðbeittur. Hann var staddur í Öskjuhlíðinni í tilefni af 112 deginum og lýsti því yfir að hann gæti kannski veitt pólitíska ráðgjöf í gegnum 112 fyrir þá sem ættu í erfiðleikum í pólitík eða væru í vafa hvers konar ákvarðanir þeir ættu að taka. Það var eitthvað glimt í augunum á kallinum sem ég hef bara aldrei séð áður og hann sagði líka að hann væri ekki í nokkrum vafa um að vandræði Vilhjálms í borgarmálunum hefðu valdið Sjálfstæðisflokknum skaða. Kannski hann ætli sér bara í borgarmálin aftur? Ekkert kemur lengur á óvart í borgarpólitíkinni þessa dagana, sérstaklega hvað varðar borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna. Þetta minnir orðið á skátaflokk með gleyminn og úr sér genginn foringja og ljósálfa og ylfinga í stuttbuxum eða ljósbláum kjólum sem dansa allt um kring. En áttavitinn er greinilega misvísandi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband