Happatalan þrettán?

Ef Tyrkjum tekst að halda í við Þjóðverja í þessum leik verða þeir ekki bara þjóðhetjur heldur hetjur um allan heim. Þeir geta að vísu kennt sjálfum sér að einhverju leyti um hvernig komið er fyrir þeim, því þeir hafa leikið af mikilli hörku, leikið mjög fastan bolta, eins og sagt er, enda bæði laskaðir og einhverjir  í banni. Vafasamt er þó, að allt sem sést hefur til þeirra á vellinum, sé fótboltanum til framdráttar. Vissulega baráttuglaðir en mjög harðfættir. Þetta minnir á söguna um tíu litla negrastráka, þeir hafa horfið einn af öðrum, og nú standa þeir eftir þrettán (útispilarar). Hver veit, kannski verður það happatalan þrettán, sem fleytir þeim alla leið? Annað eins hefur nú gerst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband