Man U í sárum

Ég get ekki að því gert að mér finnst oft skína í hroka hjá Sir Alex Ferguson í viðtölum. Hann segir núna að ekkert liggi á að velja eftirmann Queiros. Það liggur í orðunum: Ég er bestur og þarf enga hjálp. Það er alveg víst að Queiros hefur átt drjúgan þátt í velgengni Man U á undanförnum árum og nú er skarð fyrir skildi. Vonandi verður hrokinn ekki Sir Alex að falli, en ég spái því, að Man U gæti lent í vandræðum á næstu leiktíð.
mbl.is Carlos Queiroz: Erfið ákvörðun að fara frá United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyndið hvernig við túlkum þessi orð Sir Alex á sitthvorn veginn, mér finnst þetta fyrst og fremst sýna það að hann vill velja vel hverjum hann vinnur með. Svona var þetta áður en Queiros byrjaði hjá Man Utd líka. Svo má ekki gleyma því að þó Queiros sé farinn er karlinn ekki einn eftir, þjálfaraliðið er uppfullt af mönnum sem geta sinnt þessu starfi og mér þykir ekki ólíklegt að nokkrir þar þyki kandídatar í stöðuna.

Daníel Starrason (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband