Rannsóknin er á viðkvæmu stigi

Þetta hljómar eins og frétt af rannsókn í eiturlyfjamáli eða morðmáli. "Rannsóknin er á viðkvæmu stigi". OK ef lífi fólks hefur verið stofnað í hættu þá er það náttúrulega óforsvaranlegt en mér finnst bara löggan úti á landi oft á tíðum taka sig of hátíðlega. Smámál eru meðhöndluð eins og um stórmál væri að ræða og úlfaldar gerðir úr mýflugum. Og svo er hlaupið með allt smotterí í fjölmiðla. Eru menn að reyna að ganga í augun á Reykjavíkuryfirvaldinu og fá fyrir það punkta? Eða finna menn einfaldlega svona mikið til sín þegar þeir eru komnir í búninginn? Ég tek fram að þetta á ekki við alla lögreglu á landsbyggðinni, en býsna algengt samt. Það held ég.
mbl.is Rannsókn á viðkvæmu stigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Afskaplega er þetta hörmuleg og illa ígrunduð færsla hjá þér Bergur. Finnst þér virkilega að viðkomandi mál snúist um "smotterí"? Leyfislausir og hættulegir flutningar með fólk í brimsjó, án björgunarvesta?

Er þetta "smotterí" fyrir þá sök eina að sem betur fer dó enginn? Værir þú á annarri skoðun ef einhver eða einhverjir hefðu þvert á móti drukknað? Til dæmis Bubbi Morthens, Páll Magnússon eða sonur Páls - eða þeir allir? Er þetta eini faktorinn: Ef enginn dó þá var allt í lagi?

Er það að gera úlfalda úr mýflugu þegar fólk með góða þekkingu á þessu sviði segist taka málið alvarlega og að lífum hafi verið stofnað í hættu? Er það að taka sig of hátíðlega, að vilja framfylgja lögum og reglum sem kveða á um flutninga með fólk í samgöngutækjum?

Þú telur kannski óhætt að afnema allar öryggisreglur og leyfa mönnum hvað sem er við að ferja fólk gegn gjaldi á landi, sjó og lofti? 

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.8.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Svona svona Friðrik, róa sig. Ég tek einmitt fram í færslunni að það sé óforsvaranlegt ef lífi fólks hefur verið stefnt í hættu. Umsögn mín um lögregluna á landsbyggðinni er meira almennt eðlis og þær fréttir sem hún birtir af "stórmálum". Ég er ekki að mæla því bót að menn brjóti allar öryggisreglur. Þvert á móti. Ég held að þú skiljir alveg hvað ég á við. Eitt í lokin: Hvernig getur rannsóknin verið á viðkvæmu stigi? Liggur þetta ekki allt ljóst fyrir og að menn hafi þá brotið lög? kv.

Bergur Thorberg, 18.8.2008 kl. 20:30

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég er rólegur. Kannski gerði ég of mikið úr orðum þínum.

Mál geta auðveldlega verið á viðkvæmu stigi, þótt menn gangi ekki út frá sömu skilgreiningunum á því hvað viðkvæmni sé. Ég get giskað á að viðkvæma staðan sé sú að orð séu gegn orði og erfitt að henda reiður á sannleikanum. Líklega hafa Eyjamenn myndað samstöðu og Á. Nonsense með puttana í málinu - og það er auðvitað "viðkvæmt". Það sem er hins vegar EKKI viðkvæmt er að hvað siglingar varðar hafði enginn leyfi til að flytja fólk gegn gjaldi nema Herjólfur og síst af öllu hafði nokkur undanþágu frá reglum um öryggisbúnað.

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.8.2008 kl. 22:10

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég held að við séum alveg sammála Friðrik minn. Ef þetta hefur allt farið svona fram , eins og og þú segir, er þetta forkastanlegt. Það getur verið erfitt að fást við sjálfskipaða Nonsense kónga, sérstaklega ef þeir eru staddir á heimavelli. Þó það komi þessu máli ekki við, þá stend ég við það sem ég sagði um lögregluna sem oft á tíðum blæs út smámál, eins og til að láta vita af sér. Það á samt ekki við í þessu máli, eins og ég sagði. Á því biðst ég velvirðingar. kv.

Bergur Thorberg, 18.8.2008 kl. 22:43

5 identicon

Já, já, þannig liggur þá í því! Það er bannað að ferðast um íslenska landhelgi án tilskilinna leyfa, og enginn ber ábyrgð á sjálfum sér og eigin gerðum. Kannski er það þessvegna sem það er svona vandlifað hér, þar sem allt lyktar af kommúnískum lúðahætti! Þetta var svo sannarlega fréttnæmt.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 12:46

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Það er bannað að ferðast um íslenska landhelgi án tilskilinna leyfa" með farþega gegn gjaldi. Guðmundur má sigla eins og hann vill björgunarvestislaus og ekki einu sinni kommúnískur lúði myndi gera athugasemd við það.

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.8.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband