Erfitt að spá

Þetta held ég nú að hafi blasað við fólki í mörg ár. Húsnæðið sem Ræsir var í við Skúlagötu, áður en þeir fluttu upp á Krókháls, var vægast sagt í algerri andstöðu við glæsibifreiðarnar sem þeir voru að selja. Og það blasti nú við flestum að reksturinn gekk ekki vel. Er þá síðasta kolkrabbafyrirtækið fallið? Ég bara spyr? Einhverjir af frábærum starfsmönnum Ræsis gegnum tíðina, höfðu flutt sig yfir til Öskju niður í bæ og það verður nú hlutskipti þeirra að flytja aftur upp á Krókhálsinn. Hvað skyldi þeim finnast um það? Lífið er inn og út, aftur á bak og áfram, og ansi erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina.
mbl.is Ræsir hættir starfsemi og víkur fyrir Öskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband