Tottenham snortið töfrasprota

Það er ótrúlega gaman að fylgjast með Tottenham þessa dagana. Það er eins og Harry Redknapp hafi snortið liðið með töfrasprota. Í dag léku þeir mjög yfirvegað en samt eins og á hálfum hraða, en það dugði samt. Darren Bent hefur skorað 5 mörk í tveimur leikjum og er aldeilis að sýna sig og sanna. Margir voru búnir að afskrifa hann alveg, en hann fékk ekki mörg tækifæri hjá Juande Ramos. Næsti leikur Tottenham er gegn Liverpool í Deildarbikarnum og það er kannski til of mikils mælst að þeir vinni Liverpool tvisvar í röð á skömmum tíma. Það er þó aldrei að vita, því leikurinn fer fram á White Heart Lane.
mbl.is Rauða spjaldið þrisvar á loft í sigri Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona að Tottenham yfirspili Liverpool í þessum leik og tapi á 90.mínútu með sjálfsmarki.  Þá er búið að jafna fyrir hitt slysið   Ég veit, ég er sorglegur.

eikifr (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband