Hraustlegar ákvarðanir

Þetta þykir mér hraustlega gert af hinum nýkjörna forseta. Það er ekkert verið að tvínóna við hlutina. Það er líka eftirtektarvert að hann hefur sagst ætla að skipa einhverja Repúblikana í valdamikil embætti og ég held að það sé bara af hinu góða fyrir Bandaríkjamenn ef þeir standa undir nafni og hafa ekki verið undirsátar hins herská Bush.
mbl.is Obama hyggst snúa ákvörðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ákvörðun hans um að stöðva olíuboranir í Alaska mun án efa hækka olíuverð mikið og gera Bandaríkin enn meira háð innfluttri olíu.  Þetta mun veikja Bandaríkin og tefja fyrir efnhagsbata þar í landi og þar með heimsins alls.   Þannig er hann að fóðra óvini sína eins og Venezuela, Íran og óvinveittar arabaþjóðir, svo ekki sé minnst á Rússland.

Verður Obama það sama fyrir Bandaríkin og Gorbasjoff var fyrir Sovétríkin sálugu??

Þorbergur Ó. Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Það er óhollt að líta á þessar þjóðir sem óvini Obama. Myndi frekar líta svo á að einstaklingar í stjórn þessarra þjóða hafi óbeit á Bandaríkjunum, við skulum gefa aumingja manninum sjéns.. hann er jú að taka við óvinsælasta embætti veraldar.

Mig grunar reyndar, Þorbergur, að það væri miklu fremur rökvís ályktun að segja að þú værir óvinur Venezuela, írans, Rússlands og annarra arabaþjóða. Eða hvað?

Þórgnýr Thoroddsen, 10.11.2008 kl. 10:25

3 identicon

Þessar þjóðir hafa ekkert gert mér, Þórgnýr.  Hinsvegar hafa þessar þjóðir staðið í útistöðum við Bandaríkin.  Kannski að þeim verði að ósk sinni að Bandaríkin verði veik undir stjórn Obama.  Þá yrði þeim skemmt og það sama á við vinstrimenn.  Þeir munu kætast við það.  Þetta yrði svona svipað og þegar Carter var forseti Bandaríkjanna.  Í hans tíð völtuðu Íran og Sovétríkin sálugi yfir Bandaríkin og það eina sem hann gerði í því var bara að brosa.  Meðal vinstri manna er Carter álitinn einn besti forseti Bandaríkjanna, nákvæmlega vegna þess hversu mjúkur hann var gagnvart öðrum þjóðum, sér í lagi þjóðum sem voru óvinveitt Bandaríkjunum.

Þorbergur Ó. Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 11:37

4 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Vinstrimenn og terroristar [eða svo hugsa ég þig álíta þessar þjóðir] undir sama hatt settir. Sjálfsagt, Þorbergur, að bera engan skilning eða virðingu fyrir öðrum skoðunum en þínum eigin. :)

Þórgnýr Thoroddsen, 10.11.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband