Eineltisóskapnaðurinn

Mikið er hugrekki þessarar ungu stúlku sem mátti þola langvarandi einelti í Varmárskóla í Mosfellsbæ án þess að skólayfirvöld gripu þar inn í og stöðvuðu þennan óskapnað. Varmárskóli þykist vinna eftir einhverri áætlun gegn einelti sem greinilega hefur ekki borið árangur. Nú er svo komið að stúlkan hefur þurft að skipta um skóla, er komin í Réttarholtsskóla, og vonandi verða hlutirnir í lagi þar og óska ég henni og fjölskyldu hennar, alls hins besta. Því miður er þetta ekkert einsdæmi. Ég þekki þetta sjálfur úr minni eigin fjölskyldu, þar sem stúlkan mín lenti í miklu einelti um tíma og líf fjölskyldunnar var um tíma nánast lagt í rúst og eimir ennþá eftir af því. Ekki voru það bara nemendur sem áttu þar hlut að máli, heldur einnig kennarar, skólastjóri og svokölluð skólaþjónusta. Ekki ætla ég að sinni, að lýsa atburðarrásinni í smáatriðum, þar sem enn er verið að vinna í þessum málum. En ráðist var að allri fjölskyldunni og bitnaði það auðvitað mest á barninu okkar. Það er skinheilagleiki að þykjast vinna samkvæmt einhverri eineltisáætlun, þegar sú er ekki raunin. Flestir muna og búa að því allt sitt líf, ef þeir hafa haft góða kennara. Á sama hátt getur einelti eitrað líf þess er í því lendir um langa tíð, því sárin hið innra gróa seint. Það er kominn tími til að verkin tali til að uppræta eineltisóskapnaðinn, en ekki bara einhver orð á blaði sem eru einskis virði þegar upp er staðið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mikið rétt það er kominn tími til að taka á þessum málum.  Það virðist vera orðið all algengt að börn séu beitt einhelti.  Búið að þegja þetta í hel í allt of mörg ár.  Góða helgi Bergur minn.

Ía Jóhannsdóttir, 16.1.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Heldur betur kominn tími til. Blessi þig um helgina allar góðar vættir Ía mín. Passaðu þig á bílunum( og strákunum)hehehehehe.....

Bergur Thorberg, 16.1.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband