Þorir ekki að reka Davíð

Þetta er eins og svo marg oft hefur komið fram áður. Seðlabankastjórinn Davíð Oddson er heilagur í augum Sjálfstæðisflokksins og situr áfram. Hvað sem á dynur. Ótrúlegur hroki gagnvart íslensku þjóðinni. Það eina sem gæti hjálpað Geir að milda aðeins ástandið núna væri að reka Davíð og það strax. En hann þorir því ekki.
mbl.is Geir: Má ekki missa dampinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Strengjabrúðan getur ekki stjórnað eiganda sínum.

Marta Gunnarsdóttir, 25.1.2009 kl. 13:47

2 Smámynd: Brattur

... alveg sammála þessu... Geir hefur ekki kjarkinn sem þarf til að láta Davíð fara... en ég held hann langi...

Brattur, 25.1.2009 kl. 13:55

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Nei Konni stjórnaði ekki Baldri..... auðvitað   verði ljós....

Bergur Thorberg, 25.1.2009 kl. 13:57

4 Smámynd: Hlédís

Sem sannur Guðfaðir  "hefur" DO eitthvað "á þau", flest, enda ekki skrýtið eftir að hafa stýrt bræðralaginu hátt á annan áratug - !

Hlédís, 25.1.2009 kl. 14:05

5 Smámynd: corvus corax

Geiri gunga er aumingi og Solla svikari herðir á svikum við kjósendur samfylkingarinnar. Hún ætlar að vernda Dabba drulluhala hvað sem félagar í samfylkingunni segja og þeir hafa heldur betur talað skýrt undanfarna daga. Solla svikari getur ekki hugsað sér að Dabbi drulluhali fjúki og ætlar að fórna samfylkingunni í heild fyrir þá þráhyggju sína, hún er nú þegar búin að fórna sinni eigin pólitísku framtíð með lygum og svikum við kjósendur. Svo þykist hún ætla að leiða samfylkinguna í kosningum í vor. Það eitt er trygging fyrir því að sá flokkur bíði afhroð í kosningunum ...sem betur fer. Ef Solla svikari færi eftir stefnuskrá samfylkingarinnar um jöfnuð og réttlæti að allt það helvítis bull mundi hún slátra ríkisstjórninni núna. Hún ber ábyrgð á því að glæpahyski eins og Björn skaufhali Bjarnason og Árni lögbrjótur og hrossalæknir sitja áfram á slímugu rassgatinu. Burt með ríkisstjórnina eins og hún leggur sig og burt með drulluhalann úr Bleðlabankanum!

corvus corax, 25.1.2009 kl. 14:24

6 identicon

Báðir þessir menn eru blindir og fastir í sínum eigin blekkingavef.  Í raun hlýtur hugarástand þeirra að teljast sjúkt!  Því verður að skoða allar þeirra athafnir og orðræðu með viðeigandi formerkjum.  Sjúkt hugarástand --> hættuleg hegðun.

Hinn æpandi dómgreindarbrestur verður þ.a.l. skiljanlegri og því verðum við, þjóðin, að leiða þá út úr höll valdsins an tafar.  Þeim er vorkunn því þeir vita varla hvað þeir gjöra.  Og Búsáhaldabyltingin heldur áfram þar til búið er að taka skærin af þessum óvitum.  Þeir eru fleiri óvitarnir og munu einnig þurfa að afvopnast, að sjálfsögðu.

Hægt er að draga upp þá myndlíkingu að mikið vald sé eins og hnífar og skæri.  Mamma sagði stundum við mig: "Hnífar og skæri eru ekki barnameðfæri".  Síðan tók hún af mér, óvitanum, hið hættulega áhald.

Lifi Búsáhaldabyltingin !!!

Gísli Kristjánsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 14:52

7 identicon

Afhverju vilja menn losna við Davíð, hvað kemur hann málinu við?

Hvað er það sem Davíð hefur gert rangt sem seðlabankastjóri?

Axel (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 17:21

8 identicon

Hvað hefur Davíð gert?

Fylgist þú ekki með? 

Innleiddi EES samningin með Jóni Hannibals. 

Þar er regluverkið um frjást flæði galdeyris sem hannað var sérstaklega fyrir útrásarvíkingarna.    Sbr. æfingar Ólafs Ólafsonar og félaga sem gerðu ekkert löglet með því að flytja milljarðatugi úr landi rétt fyrir hrunið sem þeir skópu með fulltingi Davíðs og Halldórs Ás, valgerðar og Geirs HH. sem lét semja lögin um einkahlutafélögin sem þessir sömu gælpamenn hafa notað til að stela fjármagni frá þjóðinni. 

Þetta hefur verið í umræðunni  í þrjá mánuði og þú spryð bara "afherju Davíð"

miðbæjarkomminn (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband