Smá von ennþá?

"Ekki er öll nótt úti enn". Segir forsætisráðherra. Þýðir það, að ef sáttagrundvöllur er ekki fyrir hendi (ég veit ekki alveg hvort hún á við sættir millum Alþingismanna eða sættir við Hollendinga og Breta), Þá verði hér svartnætti? Kannski ætti maður að velta fyrir sér hvað það merkir í raun og veru á íslensku þegar sagt er: "Það er ekki öll nótt úti enn". Smá von ennþá?? Forsætisráðherra lifir í voninni. Svo mikið er víst.
mbl.is Ekki öll nótt úti enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

það er spurning hvort Jóhanna og Steingrímur heilalausu geti snúið þeim sem hafa eitthvað vit og vilja standa gegn klúðursamningi þeirra

Jón Sveinsson, 10.8.2009 kl. 18:31

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ef stjórnarandstaðan, stútfull af fjármálasnillingum kreppunnar, fær hér einhverju ráðið, verður hér á landi ríkjandi svartnætti. Ísland verður svarthol, svört hola í alþjóðasamfélaginu. Svartur dauði heillar þjóðar. 

Björn Birgisson, 10.8.2009 kl. 19:36

3 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Vonin getur verið ávísun á vonbrigði. En við verðum að vona þótt það verði hvimleiður vani.

Þorri Almennings Forni Loftski, 11.8.2009 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband