Meiri peninga

Þá er það klárt. Sumir munu segja að Henry sé heiðarlegur að viðurkenna að hann hafi notað hendina viljandi (ekkert svona strákar!).... en allra mest sýnir það þó, að menn eru meira en tilbúnir að svindla til að koma sér áfram. Peningar.. peningar.. peningar... fjallar þetta ekki bara um peninga? 
mbl.is Henry: Ég notaði höndina viljandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón

nei þetta fjallar ekki um peninga, þetta fjallar um það að hann var að reyna að koma sinni þjóð á HM þegar 10 mínútur voru eftir. Það var að sjálfsögðu mjög ógeðfelld leið sem hann fór að því og ekki afsakanlegt en ég held að ef Ísland væri að berjast um að komast á HM og eitt stykki hendi hefði komið landinu áfram þá hefði enginn íslendingur sleppt því og þar að auki hefði sá hinn sami líklega verið hylltur sem hetja hér á landi. Íslendingar eiga mjög auðvelt með að gagnrýna aðra án þess að hugsa hvað þeir hefðu sjálfir gert í sömu sporum...alltaf sama sagan.

Jón, 19.11.2009 kl. 13:40

2 identicon

Ég efast samt um það að Henry sé að fá einhverja flúgu í vasan fyrir HM. Held að Barcelona og Nike sjái alveg um að greiða kallinum launin sín

Kristján Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 13:40

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég er ekki að væna Henry persónulega um græðgi..... en það eru miklir peningar í því að komast á HM.....

Bergur Thorberg, 19.11.2009 kl. 13:45

4 Smámynd: Jón

Já það eru það eflaust, en það sem að leikmenn fá fyrir árang er svo lítið miðað við það sem að Henry græðir hjá Barca og auglýsingum að það þýðir lítið fyrir hann. Eins og ég sagði þá tel ég mjög líklegt að hann hafi gert þetta af örvæntingu, boltinn var á leiðinni útaf og þjóð hans bara með 10 mínútur eftir til að koma sér áfram ella lenda í vítakeppni. Hann hefur gert þetta af örvæntingu til að koma þjóð sinni áfram og þó að það sé ekki afsakanlegt eða heiðarlegt þá held ég að ég og nánast hver annar íslendingur myndi taka á sig þennan stimpil til að geta komið þjóðinni á HM. Ég held að fólk sé bara óheiðarlegt ef það segir að það myndi ekki gera það.

Jón, 19.11.2009 kl. 13:51

5 Smámynd: Sigurjón

Til að svara spurningu þinni ,,Jón", þá myndi ég alls ekki hylla leikmann íslenzka landliðsins sem hefði komið því inn í keppni á óheiðarleika, hvað þá að fallast á að það sé réttlætanlegt!  Þú ert gjörsamlega siðlaus ef þú heldur því fram!

Sigurjón, 19.11.2009 kl. 14:19

6 Smámynd: Jón

Það er ekki réttlætanlegt, það er einungis skiljanlegt. Og ef þú ætlar að halda þessari skoðun fastri þá hefur þú greinilega aldrei keppt í fótbolta eða þá allavega ekki í leik þar sem allt var að gerast og skipti máli á lokamínútum. Því ég get lofað þér því að á svona stundum reynir maður allt sem maður getur til að vinna þó svo að maður fari ekki að vera grófur eða meiða fólk. Þetta atvik er til að mynda ekkert verra heldur en ef að einhver leikmaður hefði viljandi látið sig detta og fengið mark með þeim hætti. Samt er ljósinu varpað einhvern veginn verr á þetta sem er í raun bara bull og kjaftæði. Allir sem halda með sínum liðum reyna alltaf að réttlæta það þegar leikmenn þeirra falla viljandi og fá víti og er þetta ekkert öðruvísi atvik nema það að Henry er ekki í liverpool eða manchester eða e-ð og þetta var leikur hjá Frakklandi.

Jón, 19.11.2009 kl. 14:28

7 Smámynd: Sigurjón

Jón, ég get alveg sannfært þig um að ég myndi ALDREI samþykkja að ég eða neinn af mínum liðsmönnum vinni leik, eða nokkra keppni með því að hafa rangt við á nokkurn hátt, sérstaklega ekki eins og Henry gerði.  Ég myndi persónulega slá hann utanundir!

Að vinna leik eða komast áfram á svona óheiðarleika er ALDREI réttlætanlegt, sama hvernig þú snýrð því!

Sigurjón, 19.11.2009 kl. 14:32

8 Smámynd: Jón

Enda sagði ég það ekki réttlætanlegt, einungis skiljanlegt. Og meginpunkturinn minn með því sem ég er að segja er að íslendingar þykjast alltaf vita allt um allt og alla og eru mjög mikið fyrir að gagnrýna en ekki heyrði ég ManU menn gagnrýna Rooney þegar hann lét sig viljandi falla gegn Arsenal og fékk víti og ekki heyri ég neinn áhanganda neins liðs gagnrýna sína menn þegar þeir vinna leik með víti sem fengið er með því að láta sig falla.

 Það er svona kaldhæðni og svona hugsunarháttur sem fer í taugarnar á mér. Þannig að þeir sem hrópa hæst núna skulu hrópa aftur þegar einhver leikmaður úr þeirra liði vinnur leik óheiðarlega, þá skal ég kannski  taka mark á þeim.

Jón, 19.11.2009 kl. 14:42

9 Smámynd: Sigurjón

Nei Jón!

Það er hvorki réttlætanlegt NÉ SKILJANLEGT!!!

Er þetta nógu skýrt fyrir þig núna?!  Það er alveg sama hvort það er Íslendingur eður ei: Svona hegðun er ekki líðanleg og það ber að refsa liðinu fyrir svona hegðun, hvort sem svona vitleysingar eða aðrir eins og þú segja annað!

Sigurjón, 19.11.2009 kl. 15:27

10 identicon

Jón - ég er á þeirri skoðun að það að láta sig falla og að leggja knöttinn fyrir sig með hendinni rétt áður en hann fer aftur fyrir endamörk sé ekki sami hluturinn. Í helmingi tilfella er um brot að ræða þó markvörðurinn snerti andstæðinginn ekki. Atferlið með slíkt er brothæft og oft falla leikmenn til að minnka hættu á að meiða sig við árekstur. Þetta veist þú líka sem fótboltamaður, sem þú greinilega ert. Athöfnin að fara með takkana á undan þér þú farir einungis í boltann réttlætir aukaspyrnu og spjald, þó engin snerting hafi átt sér stað.

 Ég hefði kannski gefið Henry ,,the benefit of the doubt" ef hann hefði sagt að hann hefði notað höndina ósjálfrátt - en það gerði hann ekki. Hann er að brjóta á sameiginlegum réttindum allra Íra og annarra sem tóku ákvörðun um að standa þeim við hlið í þessum viðureignum - jafnrétti!

 Það skal enginn segja mér það að einu fjórir mennirnir á vellinum sem sáu ekki þetta atvik séu dómaratríóið og William Gallas - það er bara ekki fræðilegur séns! Hann var nýbúinn að dæma af þeim mark og það er ástæðan - engin önnur!! Hvernig getur hann sagt að hann hafi verið 100% viss á því að boltinn hafi ekki farið í höndina á Henry, með því er hann að samþykkja verknaðinn!! Ef hann hefði sagst ekki hafa séð atvikið, verið í snóker, þá hefði það verið annað mál!

Þetta er spilling og varðar allan knattspyrnuheiminn, og þar við situr!

Páll Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 15:52

11 identicon

Þessi Sigurjón er nú alveg ótrúlegur.

Ágúst (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:14

12 Smámynd: Sigurjón

Þessi Ágúst er nú alveg... trúlegur.

Sigurjón, 20.11.2009 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband