Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Blautir piparsveinakoddar

Þá er hún gengin út blessunin. Nú eru blautir piparsveinakoddar um gjörvalla veröldina. Sniff sniff..... og þorna ekki fyrr en fréttin af skilnaðinum kemur......
mbl.is Scarlett gift kona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rammgöldróttir

Sumir Þjóðverjar eru náttúrulega rammgöldróttir. Ég hef séð hvernig þeir hafa galdrað burtu sykurmola og brauðhleifa á hótelum, þegar þeir hafa verið á ferðinni um landið okkar. Það er ekkert skrýtið að þeir sækji í Strandagaldur, sem er öðrum göldrum meiri. Þar geta þeir aukið verulega við kunnáttu sína í þessum fræðum.
mbl.is Þjóðverjar sækja í galdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vigdís kennir mönnum að hætta að leika

Það er sko líf eftir forsetann. Gott fyrir Vigdísi okkar allra að fá að dunda við eitthvað í ellinni. Hvað hún á að gera hef ég ekki hugmynd um en gæti hún ekki tekið að sér að fá fólk til að hætta að leika, t.d. stjórnmálamenn? Og gæti hún ekki kennt misvitrum stjórnmálamönnum að hætta að leika af sér, ofleika og leika sér með almannafé? Og fengið þá til að hætta að leika við hvurn sinn fingur, yfir afrekum sem aldrei hafa verið unnin? Mikið held ég að flestir yrðu ánægðir, ef það tækist hjá henni blessaðri.


mbl.is Fyrsti sendiherra leiklistar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppumaður er mættur aftur

Nú er Kreppumaður mættur á bloggið aftur, svo maður getur læðst inn í nóttina með línurnar hans í höfðinu, blásið á kertið og hugsað um brúðarkjóla og batnandi myrkur og...........zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz

Húllararnir rasskella Arsenal. Bravó- Bravissimó

Þetta líkar mér. Sjóararnir vinir okkar gerðu þrjú mörk í dag og unnu sætan sigur á miðlungsliðinu Arsenal. Ég veit að sumir bloggarar verða ekki ánægðir með það. Hull er spútnik liðið í deildinni enn sem komið er og hefur komið mikið á óvart. Svona á boltinn að vera. Áfram Húllarar!
mbl.is Hull lagði Arsenal á Emirates Stadium
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstakur

Auðvitað var Paul Newman einn af hetjunum mínum í gamla daga. Ágætisleikari, sjarmör, töffari og svo lék hann í ágætis myndum, sem bíósjúklingnum hugnaðist. Einstakur maður á margan hátt, sem hann sýndi ekki hvað síst á efri árum, t.d. með allri þeirri góðgerðarstarfsemi , sem hann stóð fyrir. Svo var hann einstaklega vel giftur líka, stórleikkonunni m.m., Joanne Woodward. Blessuð sé minning þessa mæta manns.
mbl.is Paul Newman látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfti blaðamaðurinn að skreppa á klósettið?

!00 þúsund dollarar í verðlaun? Fyrir hvað? Hvers konar fréttleysa er nú þetta? Hné blaðamaðurinn niður áður en hann gat klárað fréttina? Ég bara spyr?
mbl.is 13 milljóna stafa prímtala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona er lífið

Til hamingju Hafnfirðingar! Þið eigið þetta sannarlega skilið, sérstaklega með tilliti til frábærrar frammistöðu ykkur í Evrópukeppninni. Aumingja Keflvíkingar sitja eftir með sárt ennið. Þrátt fyrir að margir væru búnir að bóka, að titillinn yrði þeirra. Þeir þurfa ekki að skammast sín. Þeir hafa spilað mjög góðan bolta í sumar. En svona er lífið....... og svona er fótboltinn.
mbl.is FH Íslandsmeistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti viðgengst í stjórnkerfinu

Þetta kemur mér ekki á óvart. Að svona tilfinningar bærist með fórnarlömbum eineltis hér á landi, sem annars staðar, er ekki skrýtið. Ég hef sjálfur séð hversu einelti, í hvaða mynd sem það birtist, getur haft skelfilegar afleiðingar fyrir einstaklinginn sem í því lendir og fjölskyldu hans. Það er ekki nóg að tala um einelti inni í skólum landsins. Þennan óskapnað verður að ræða af fullri hreinskilni, alls staðar í þjóðfélaginu. Margir liggja nú í sárum vegna hrikalegs eineltis, stundum glæpsamlegs eineltis, og ekki seinna en núna verðum við að taka á þessu meini. Það eru líka til mýmörg dæmi um að stofnanir og einstaklingar innan stjórnkerfis okkar hafi komist upp með alls kyns einelti og ofsóknir, án þess að þurfa að svara til saka fyrir það. Það er grafalvarlegt mál. 
mbl.is Ætlaði að pynta þau og drepa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betur má ef duga skal

Innan við 10 mínútur búnar og 1-0 fyrir Frakka! Engar hrakspár en ég hefði sparað aðeins stóru orðin í gær. En.... áfram stelpur.
mbl.is Tap ytra fyrir Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband