Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Að vera ekki starfi sínu vaxinn.... það er framtíðin á Íslandi

Það er auðvitað fullkomnlega eðlilegt á Íslandi, að þeir sem standa sig verst í störfum sínum haldi starfi sínu og haldi áfram að standa sig illa. Það er bara íslenskt lögmál, sem við, sauðsvartur almúginn, eigum ekki að vera að blanda okkur í. Nú bíðum við spennt eftir því, hvaða banka við kaupum næst. En fyrst verður náttúrulega að bjarga sægreifum og kvótakóngum og svo öllum hinum á eftir.
mbl.is Lárus áfram bankastjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að selja og kaupa

Þetta er einmitt það sem ég sagði í færlsu fyrr í morgun: Fyrst seljum við bankana fyrir slikk og kaupum þá svo aftur fyrir okurfé. Er heil brú í þessu? Hvernig við látum fara með okkur? Góðir Íslendingar?
mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótt mál

Þarna kemur eitt dæmið enn um hvernig orðið einelti er misnotað. Það er ekki við hæfi að nota orðið í þessu samhengi. Leikmaður í knattspyrnuleik verður fyrir einelti inni á vellinum? Það væri allt annað mál ef það hefði gerst utan vallar. Þetta er móðgun við alla þá sem hafa lent í einelti og hræðilegum afleiðingum þess. Blaðamenn: Leggið af þann ljóta sið að nota ýmiss hugtök á kolvitlausan hátt. Reynið að læra íslenskuna ykkar.
mbl.is Hólmfríður var lögð í einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroðalegt

Fyrst gefum við einkageiranum bankana okkar og svo er þeir komnir á jötuna eftir nokkur ár. Fyrst sýgur einkageirinn allt sem hægt er út úr almenningi og kemur svo til okkar og biður um pening. Þetta er svo hroðalegt að þessar línur verða að duga í bili, til að maður haldi fókusnum.
mbl.is Vilja efla bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningar ráða, hversu frjáls við erum

Fyrst storma Bandaríkjamenn yfir heimsbyggðina alla með sinn kapítalisma og einkavæða allt sem hægt er og bljúgir lærisveinar þeirra um allan heim, gjöra slíkt hið sama. Ekki síst á Íslandi. Svo ganga þeir fram með ríkisvæðingu, sem á sér ekki hliðstæðu í mannkysögunni, og lærisveinarnir gjöra slíkt hið sama, nema á Íslandi, alla vega ekki ennþá. Þetta sýnir okkur svart á hvítu, að það lýðræði sem við þekkjum, er bara helber blekking. Það eru peningar sem ráða hversu frjáls við erum. Punktum basta. Og svín eru jafnari en önnur dýr.
mbl.is Björgunaraðgerðir samþykktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundamaturinn hverfur

Nú skil ég af hverju hundamaturinn bókstaflega hverfur á mínu heimili,(það er ekki kreppunni að kenna), og ekki étur hundurinn minn svo mikið. Prince Of Thieves. Já já........ nú fatta ég þetta..... kannski maður eigi tilkall til hluta af verðlaununum...... ha? Guðný.... ertu þarna? Ha?
mbl.is Prins þjófanna fremstur meðal jafningja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað hvort eða?

Auðvitað standa þeir með Dómsmálaráðherra. Annars ættu þeir á hættu að embætti þeirra yrðu auglýst laus til umsóknar og í framhaldi af því nánast............ reknir. Svo einfalt er nú það. Eða hvað?
mbl.is Styðja dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

POSI

Hvaða nýjung er þetta? Þetta er bara venjulegur "posi", eins og notaður er til að arðræna okkur Íslendinga um milljarða, árlega. En Gyðingar eru svo hræddir um peningana sína að þetta er skiljanlegt af þeirra hálfu. Svo hafa öryggisboxin örugglega verið orðin of lítil, fyrir  þeirra "smekk"
mbl.is Gjafahöfuðverkurinn læknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðvilltir Spursarar

Ramos er ekkert að hætta sem knattspyrnustjóri Spurs. Hann verður þó að finna rétta uppstillingu á liðinu, ef ekki á að fara verulega illa. Mikið ráðaleysi var í leik liðsins í dag.  Spursmenn voru samt óheppnir í dag og augljóst víti sem þeir áttu að fá, þegar varnarmaður Portsmouth varði boltann með hendi, fór framhjá lélegum dómara leiksins. Eins er ömurlegt að sjá hvað fremsti maður liðsins er einangraður, þar sem Ramos spilar 4-5-1 leikkerfi. Það vantar hreinlega alltaf menn inn í vítateig andstæðinganna. Gefum honum nokkra leiki í viðbót.
mbl.is Ramos segir starf sitt ekki í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ber er hver að baki.......... nema......

Og bræður munu berjast og.......... ber er hver að baki nema sér bróður eigi....... ég segi nú ekki meira en það.... í bili
mbl.is Stóryrði og hrakspár Jóhanns „óvenjulegar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband