Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Skrattinn og smádjöflarnir

Jæja þá er Björgvin farinn. Gott hjá honum og líklega það eina í stöðunni fyrir hann. Það var líka gott hjá honum að segja þessu liði upp hjá Fjárnálaeftirlitinu. Það hefur ekki staðið sig sem skyldi, oftar en ekki verið að eltast við smádjöfla, en látið Skrattann í friði og stofnunin hefur verið eins konar ríki í ríkinu, með ofurvernd, en ekki hafa menn þar á bæ staðið vaktina. Björgvin er afar geðugur piltur sem allt í einu var hrint út í brimsjó fjármálaheimsins til að taka þar til en mistókst það eins og öðrum. Vonandi finnur hann góðan flöt til að standa á í framtíðinni. Það er svo langt í frá að við hann einan sé að sakast um, hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni. Aðrir verða líka að "axla ábyrgð". Það sorglegasta við þetta allt er kannski þegar ungt fólk, sem velur að fara út í stjórnmál, mátar sig beint við gamlan tíma, er uppalið í gömlum og úr sér gengnum "tækifærishugsjónum" gamalla slitinna flokka með gamla og kæsta hugmyndafræði. Það er sorglegt. Við þurfum fólk, ungt sem gamalt, sem ekki er bundið á bás samtryggingar og spillingar. Það er leiðin inn í framtíðina. En Björgvin fær prik fyrir gjörðir sínar í dag
mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmyndaður af heift???

Geir segir að þekktur rithöfundur, Hallgrímur Helgason; hafi barið utan bíl hans, afmyndaður af heift. Þetta eru nokkuð stór orð og eiga sennilega eftir að eiga sér einhvers konar eftirmála. Svo segir mér hugur. Afmyndaður af heift. Mig myndi langa að sjá þá mynd.
mbl.is Geir með fullt starfsþrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítborðungar leika lausum hala

"Það sást til manns sem hengdi upp slíka borða í miðbænum...... Það verður tafarlaust að handtaka svona Hvítborðunga, áður en allt fer í óefni og ekkert nema hvítliðar í bænum. Þetta er allt of saklaust til þess að það sé látið viðgangast. Engin ládeyða, svik né prettir, sem Íslenska þjóðin þekkir best. Það gengur ekki.
mbl.is Hvítir borðar í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar skipstjóra og vana stýrimenn

Þetta er nefnilega málið. Maður sér ekkert fólk inni á Alþingi, sem gæti af röggsemi og heiðarleika tekið við þjóðarskútunni og stýrt henni af strandstað. Það er sorglegt. Maður horfir yfir hóp sem er ofinn saman við fjármálaöflin í landinu og þar er sko samtrygging í gangi. Þó mannaskipti í embætti forsætisráðherra muni ekki hafa áhrif á stöðu íslensku krónunnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, þá myndi uppsögn Seðlabankastjórnar hafa einhver áhrif. Það skilur ekki nokkur maður að Davíð skuli enn sitja í Seðlabankanum, nema náttúrulega að hann sé með Sjálfstæðisflokkinn í gíslingu. Eitt stendur þó upp úr: Fólk treystir ekki lengur þessu fólki sem titlar sig Alþingismenn, ráðherrar, embættismenn, "auðmenn"eða bankastjórar. Hagkerfið á Íslandi er í rúst eftir spillingu og getuleysi þessa fólks. Hér krefst íslenska þjóðin grundvallarbreytinga.
mbl.is Stjórnarskipti breyta engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Námsferð til Nígeríu

Þetta stefnir allt í námsferð til Nígeríu fyrir spillingarliðið. Ef það lærði að breyta sér í geitur eða kindur þegar hringurinn þrengist utan um það, ja þá væri smá von fyrir það að sleppa.... um stundarsakir.... það eru náttúrulega ennþá til sláturhús......
mbl.is Þjófur breytist í geit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ææææææ

Voðalega eru þetta nú ömurleg tilsvör í viðtali, ef sönn eru. Soldið eins og Páfinn á Facebook eða You Tube eða þannig. Ekki mér að skapi.
mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommon Hörður

Þó ég mótmæli eins og aðrir Íslendingar þá tek ég ekki undir orð Harðar Torfasonar í upphafi þessarar fréttar. "Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna"? Hvað átti maðurinn að gera? Hann fékk sjálfur að vita þetta á þriðjudaginn? Auðvitað kemst Geir í allt aðra stöðu út af veikindum sínum, þarf ekki að játa skilyrðislaust mistök sín við landsstjórnina..... en varla hefur hann valið sjálfur að verða veikur... ekki frekar en Ingibjörg.. kommon Hörður....
mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur ekki búinn að vinna kosningarnar

Steingrímur sleginn út af laginu! Það er ekki oft sem það gerist en kannski kominn tími til. Hann hugsar sér gott til glóðarinnar í væntanlegum kosningum, en spyrja skal að leikslokum. Steingrímur minn: Þú ert ekki búinn að vinna kosningarnar.
mbl.is Steingrímur J.: Sleginn út af laginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið sjálft

Já, lífið er ófyrirsjáanlegt. Ég óska Geir Haarde alls hins besta og að honum takist að sigrast á þessu meini. Af virðingu við hann ætla ég ekki að blogga neitt um ástandið í þjóðfélaginu en þykir gott að búið er að boða til kosninga.
mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með höfuðið í maganum

Ég finn'ana..... læðast upp bakið á mér....... signar axlirnar.... niður í brjóstið..... með höfuðið í maganum.... úffff.....
mbl.is Kreppan gæti haft slæm áhrif á heilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband