Færsluflokkur: Bloggar

Kirkjan komi út á götur þessa lands

Prestar landsins og kirkjan eiga að einbeita sér að því að hjálpa þegnum þjóðfélagsins í miklu ríkara mæli en kirkjan hefur gert hingað til. Kirkjan á að verða miklu meira lifandi afl og sleppa einhverju af helgisiðunum og koma út á götur  þessa lands og rétta almúganum hjálparhönd á erfiðum tímum. Þá myndi hún standa undir nafni sem kirkja Jesús Krists. Hún á ekki að bíða eftir því að þegnarnir komi til hennar, hún á að koma til þegnanna. Auðvitað gerir kirkjan margt gott en það þarf meira til, ef hún á að standa undir nafni. 
mbl.is Prestastefna hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haltu laununum

Það má deila um það hvort Þráinn Bertelsson var verðugur handhafi heiðurlauna á sínum tíma. En þar sem er um heiðurslaun að ræða finnst mér fáranlegt, að þó hann sitji á Alþingi um tíma, að hann afsali sér heiðurslaununum. Ef hann gerir það verður að fara fram allsherjar skoðun á fjármálum allra þingmanna og ég efast stórlega um það, að nokkur þeirra þiggi ekki laun í einhverju formi, fyrir utan þingfararkaupið, annaðhvort sem launþegar eða í gegnum eignaraðild að fyrirtækjum. Þannig að Þráinn: Haltu þínum heiðurslaunum.
mbl.is Þráinn taki ákvörðun um heiðurslaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Black out

Hægri höndin hefur ekki hugmynd um hvað sú vinstri er að aðhafast. Er það nokkuð nýtt í íslenskri stjórnsýslu?
mbl.is Svikin um Fálkaorðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frostaveturinn mikli og spænska veikin

Hitti góðan vin minn á sumardaginn fyrsta. Köstuðum á milli okkar orðum eins og vina er háttur. Einhverra hluta vegna minntist ég á frostaveturinn mikla 1918 og sagði sem svo að annar örlagaríkur vetur hefði skollið á 90 árum seinna þ.e. 2008. Rétt segirðu sagði vinur minn en við sleppum við spænsku veikina. Því miður sýnist mér ekki, ef marka má fréttir, sem nú flæða yfir heimsbyggðina.
mbl.is Of seint að hindra útbreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drífa íð'essu

Hyggilegt að láta Dag og Katrínu leysa Evrópumálin. Bæði vel gefin og flott og þeirra er framtíðin. Senda svo kalla og kerlingar til Brussel hið fyrsta og drífa í'ðessu.
mbl.is Ekki víst að langt sé í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótbrotinn

" Ég gekk fótbrotinn fimm tíma leið

nema fyrst, þennan spöl sem ég reið,

og stund sem ég beið

og stíg sem ég skreið-

en ég stytti mér auðvitað leið!

( Þorsteinn Valdimarsson)


mbl.is Fótbrotinn Sjálfstæðisflokkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítlegt eðli

Það er einhver skítalykt af þessu máli öllu. Er þetta hið umtalaða "skítlega eðli", sem forseti vor lýsti á sínum tíma?
mbl.is Skeindi sig með kjörseðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræður í fréttastíl

Nú verða ræðurnar á Alþingi í fréttastíl. Stuttar og hnitmiðaðar. Hugsið ykkur hvað það verður gott að þurfa ekki að hlusta á þessar langlokur lengur. Fyrir svo utan hversu miklu meiri tíma þingmennirnir koma til með að hafa til að gera eitthvað af viti. Ekki slefandi í ræðustól daginn inn og daginn út, talandi um ekki neitt.
mbl.is Fjölmiðlamenn ná völdum á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komdu niður

Komdu niður kvað hún amma

komdu niður sögðu pappi og mamma,

komdu niður komdu niður

komdu niður sungu öll í kór.


mbl.is Árni Johnsen niður um þingsæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur verndar sægreifana

Samstarfið riðar til falls strax á fyrsta degi eftir kosningar!! Steingrímur ætti að skilja það að meirihluti þjóðarinnar vill í aðilarviðræður við ESB, fólkið í landinu, verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur,stór hluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og Borgarahreyfingin, allir nema klíkan í kringum Steingrím og LÍÚ klíkan. Það verður að vernda sægreifana. Er það nú vinstri flokkur.
mbl.is Evrópumálin erfiðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband