Færsluflokkur: Bloggar

The coffeeman has spoken

Mönnum getur sviðið sárt undan sannleikanum. Það er næsta víst, eins og einhver góður maður sagði.


mbl.is Húðskammar Starbucks-mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Passa sig á auðmönnum og Seðlabankastjórum

Svona talar maður náttúrulega ekki í eyru rússneskra auðmanna. Enda hefur það nú komið í ljós. Scolari rekinn 1 2 og 3. Menn verða að passa sig á auðmönnum og Seðlabankastjórum. Þeir geta verið svo langræknir. Bara muna það.
mbl.is Scolari tjáir sig um Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum ekki Sjálfstæðisflokkinn

Það fóru margir illa á SPRON. Þetta fólk verður að svara fyrir gjörðir sínar. Að öðru: Ég ætla að vona að fólk muni eftir því í kosningunum að sjálfseignarstefna Sjálfstæðisflokksins er hrunin. Það er ekki lengur arðbært að eiga húsnæði. Ekki lengur hægt að gambla með hús og íbúðir eins og gert hefur verið hér á landi í áraraðir. Oftast á kostnað efnaminna fólks. Eins og einhver sagði: Lífeyrissjóðirnir eiga að kaupa húsnæði og endurleigja til fólksins, sem á lífeyrissjóðina. Það hefði mátt gera ýmislegt við þessa 188 milljarða sem lífeyrissjóðirnir töpuðu frá september til áramóta á sl. ári. Hin óbeislaða frjálshyggja er líka hrunin. Mörg skítamálin sem hún hefur skilið eftir. Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur verið um langa hríð, frjálshyggjuflokkur Íslands. Hinir efnaminni eiga að bera byrðarnar fyrir frjálshyggjufuglana sem fljúga hátt en eru nú foknir út í blámann, líklega til að safna þar liði á nýjan leik, undir stjórn bláu handarinnar. Látum þá ekki komast upp með það. Kjósum ekki Sjálfstæðisflokkinn.
mbl.is Stjórnarmenn í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússneska mafían á Íslandi

Það er nefnilega það. Rússneskir mafíu peningar á Íslandi. Gæti það ekki alveg verið? Hvað haldið þið? Margir Íslendingar eru með viðskiptasambönd í Austur- Evrópu og Eystrasaltslöndunum. Hvernig væri að kíkja á það? Annars kemur mér þetta ekkert við, ég bara segi svona. Ísland liggur vel við höggi þessa dagana.
mbl.is Segir Rússa hafa keypt Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalt

Þetta er allt gamalt. Hver er staðan núna? Og hvað verður gert NÚNA?
mbl.is Peningamálastefnu ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfseignarstefnan- Sjálfseyðingarstefnan

Vitiði það, að með fullri virðingu fyrir þessari fjölskyldu og vonandi leysir hún sín mál, þá finnst mér þetta ekki vera nein sérstök kreppufrétt, nema hvað varðar hækkunina á lánunum, en  þær hækkanir eiga margir við að glíma í dag. Þúsundir Íslendinga hafa búið þröngt í gegnum árin og átt erfitt með að stækka við sig. Aðal vandamálið er og hefur verið sjálfseignarstefnan sem rekin hefur verið hér í áratugi, það er, að sem flestir eigi sitt húsnæði. Úrræði í húsnæðismálum hafa verið af skornum skammti og ekki fræðilegur möguleiki á því að allir eigi sitt húsnæði. Aleigan liggur oftar en ekki í steinkumbalda sem ekki skapar neina peninga og venjulegt fólk með meðaltekjur á oftar en ekki í vandræðum með að standa undir því. Hinum sem ekki geta keypt sér húsnæði, er vísað út á rándýran leigumarkað. Það verður að finna fleiri úrræði í húsnæðismálum svo að fólk geti búið í íbúðum sínum án þess að eiga á hættu að vera sagt upp eða missa þær. Það standa ekki allar fjölskyldur undir því oki sem húsnæðismálin eru á Íslandi. Þetta er nokkurs konar herskylda okkar Íslendinga að eiga þak yfir höfuðið. Svona sjálfseignarstefna er ekki rekin í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Fólki, sem hreint ekki hefur efni á því að kaupa sér húsnæði ,er hrint út í kaup og oft endar það með ósköpum og er engum að gagni. Það er brýnt verkefni að breyta landslaginu í húsnæðismálum landsmanna. Þar er og hefur verið rekin kolómöguleg stefna, sem verður að hverfa frá. 
mbl.is Föst í of lítilli íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

How much?

Fyrst Jón Gunnarsson veit svona mikið um þessi mál, hver er þá flutningskostnaðurinn sem kaupandi greiðir? 95 milljónir er náttúrulega mikið fé og slagar hátt upp í árslaun manna í viðskiptaheiminum og verkalýðshreyfingunni, en skipta þær máli fyrir þjóðarbúið?
mbl.is Flutningskostnaður stórlega ýktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiiiiiiiiii

Veiiiiiii!!!! Æðislegt!!!!!! Við getum lifað á þessu í..................... korter.Crying
mbl.is Öruggur sigur Íslands á Liechtenstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvalafullt

Hálfvitar!! Kvalafullt að hlusta á þetta!
mbl.is 36 þingmenn vilja hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamlir kolkrabbar bíða.......

Það er ljóst af þessari frétt að tekjur af hvalveiðum eru nánast engar. Gamlir kolkrabbar bíða í startholunum eftir að fá að veiða hval. Til hvers? Heimurinn vill ekki hval. Nokkrir gamlir Japanar og Norðmenn. Upptalið. Hættum þessari vitleysu og stöðvum hvalveiðar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband