Færsluflokkur: Bloggar

Letileg barátta

Mér er það ljóst, að lífið gengur

letilega fram um veg.

Samt er ljóst, að lífsins drengur.

lifir...Það er ég.

(Bergur Thorberg. 1973)


Eins og tvöfaldur brennivín.... á klaka

Nú verður IMF að fá að láni hjá Jappa vini sínum, til þess að geta lánað Íslandi, og Jappi fær lán hjá Finni vini sínum og Jóni Jónssyni, og þú færð lán hjá Jappa, eins og ekkert hafi í skorist. Einfalt mál. En samt...... óþarflega flókið. Fyrir almenning. Á landinu góða. Ísum þakið. Eins og tvöfaldur brennivín, á klaka.
mbl.is Botni kreppunnar ekki náð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir og Ég

Vegna sögusagna um, að verkið mitt: ANDA INN-- ANDA ÚT,  "íslenska krónan í görgæslu", sem er nú til sýnis í Kringlunni, hafi orðið til, vegna óeðlilegra sambanda minna við Myndlistarbanka Íslands,vil ég taka fram, að þær eru ekki á rökum reistar. Í fyrsta lagi, hef ég aldrei, utan einu sinni, þegið styrk frá íslenska ríkinu, og sá styrkur var tilkominn vegna þess, að ég hitti einu sinni í den, heiðursmann á bar, sem hét Kristinn Hallsson, ekki barinn, heldur maðurinn. Styrk þennan frá menntamálaráðuneyti Íslands, en þar vann Kristinn þá, fékk ég í þann mund sem för minni var heitið til Portúgals, og hugðist ég eyða tíma mínum þar, til að mála eða gera eitthvað annað, í mjög svo hæfilegri fjarlægð frá Íslandi. Daginn áður en ég lagði í'ann, mætti mér umslag merkt "Menntamálaráðuneytiið", á gólfinu fyrir framan póstkassann. Inni í því var ávísun að upphæð : 30.000.00. Fyririgefiði, Þrjátíu þúsund íslenskar krónur, í den. Núllin rugla okkur svo mikið í dag. Sérstaklega ef þeim er bætt aftan við. Bingó. Ég hafði fengið styrk úr Félagsheimilasjóði Menntamálaráðuneytis Íslands, til að fara út á land, til að sýna verk mín í Félagsheimilum á landsbyggðinni. En þar sem að ég var á förum frá landinu, nýttist þetta mér vel, fátækum, en ekki Félagsheimilum  og þaðan af síður landsbyggðinni.  Þannig að ég játa það, að hafa notað, hina "þrjátíu silfurpeninga", í öðrum tilgangi, en til var ætlast, af Ríkisvaldinu.  En krónuverkið mitt í Kringlunni núna, Anda inn-- Anda út, er bara 0.000067 % af þeirri "myndlist", sem er í boði á Íslandi í dag, Þannig að, ekki kenna mér um það, þó að hún sé ekki í lagi.  Kannski væri  betra, að núllin, væru fyrir framan, en ekki fyrir aftan.
mbl.is Jón Ásgeir: Ekkert óeðlilegt við afgreiðslu lánanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum verkin tala

Íslendingar halda áfram að láta kúga sig. Það er eins og þrælslundin sé föst í blóðrásinni. Það er löng hefð fyrir orðinu á Íslandi og kjaft getum við rifið, en nú er kominn tími aðgerða. Berum þetta sofandi og spillta fólk út úr fílabeinsturnum sínum og byrjum upp á nýtt. Það er ekki hægt að sama fólkið eigi að endurreisa Ísland og kom því í þá stöðu, sem það er í dag. Látum núna verkin tala. Einu sinni.
mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glerhúsið og Gordon Brown

Það var og. Gordon Brown er búinn að vera í bullandi vandræðum lengi. Og reynt að fela það með alls kyns klækjum. Sá sem í glerhúsi býr skal ekki kasta steinum. Það gæti hrunið yfir hann fyrr en hann grunar.
mbl.is Bretland sömu leið og Ísland?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einræðisherrawannabeforever

Það opnar enginn stjórnmálamaður kjaftinn í dag án þess að nefna Davíð Oddsson. Hvað skyldi Davíð hafa meint? Hvað veit Davíð sem við vitum ekki? Ég veit ekki hvað Davíð á við, segja Stjórnvöld. Davíð Oddsson ræður allri umræðu á Íslandi í dag. Hann ræður óbeint yfir ríkisstjórninni og ræður orðið ræðum stjórnmálamanna. Hvers konar endemis rugl er þetta eiginlega? Svo á það að heita svo, að það sé lýðræði á Íslandi!! Burt með þennan einræðisherrawannabeforever. Og það strax. 
mbl.is Telur vantrauststillögu efla samstarf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátt hreykir heimskur sér

Hátt hreykir heimskur sér. Unnið á mörgum vígstöðvum já. Það má kannski segja það. VÍGSTÖÐVUM. Og tapað allri virðingu í leiðinni. Heimurinn er ekki samur eftir að hann varð forseti Bandaríkjanna. Þvílíkar hörmungar sem þessi maður hefur skapað, ásamt herskáum pótintátum sínum, sem hafa vaðið fram, blóði drifnir, í taumlausum kapitalisma og stríðsæsingaleik. Mikið verður gott að losna við hann af valdastóli. 
mbl.is Fagnar eigin stjórnarfari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða leikmaður er að gera allt vitlaust hjá Arsenal?

Hver er leikmaðurinn sem er að gera allt vitlaust í herbúðum Arsenal? Eða er þetta bara afsökun hjá Gallas vegna slaks gengis Arsenal? "Stórliðin" eru nú yfirleitt fljót að koma með  einhverjar afsakanir, ef illa gengur inni á vellinum. En gott væri að vita hvort þetta er satt hjá Gallas, og þá hver þessi umræddi leikmaður er.
mbl.is Gallas sviptur fyrirliðastöðunni og verður ekki í hópnum á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glapræði já. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Glapræði já. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er nokkuð ljóst.
mbl.is Kosningar væru glapræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illmennið er Íslendingur

Auðvitað verður það að vera Íslendingur sem leikur illmennið. Annað væri ekki trúverðugt. Það segja þeir í Bretlandi a.m.k.
mbl.is Íþróttaálfurinn lét Jackie Chan finna fyrir því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband