Bloggbitrir og bloggvitrir

Var að lesa bloggið hennar Jennýar Önnu Baldursdóttur um bitra bloggara. Það er sama djönkið að vera bloggbitur og bloggvitur og jafnvel bloggmisvitur. Hver skyldi blogglitur þessa fólks vera? Það bloggsitur ekki í mér a.m.k. Þetta eru ansi horuð blogg og kannski ætti að gefa þeim bloggfitur? Það fer um mig bloggþytur. Þetta er mikið bloggstrit en lítið bloggvit. Svo er þetta fólk svo roggið með bloggið. Ég held það ætti að halda sig við joggið. En það heldur samt áfram með sitt blogg og ennfremur að ybba gogg. Kannski ættu bloggararnir bitru og vitru að fá sér bara litla kytru, fjarri bloggheimum en við höldum áfram og dreymum en umfram allt: GLEYMUM.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahahaha.  Þú ert a.m.k. ekki BLOGGBITUR!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 18:02

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gaman að sjá þig í góðum ham, Bergur sundvinur -- nú minn bloggvinur.

Velkominn á svæðið að tala þar í nýjum víddum.

Jón Valur Jensson, 6.8.2007 kl. 02:31

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Kærar þakkir Jón minn. Ég er nýbyrjaður að blogga. Og það er eitthvað spennandi við nýjar víddir. Lifðu heill.

Bestu kveðjur

Bergur Thorberg, 6.8.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband