Til hamingju Paul Nikolov

Frábært! Alveg frábært! Paul Nikolov er fyrsti innflytjandinn sem tekur sæti á hinu háa Alþingi Íslendinga. Enda er maðurinn íslenskur ríkisborgari. Glöggt er gests augað var einhvern tíma sagt og vonandi á það við núna. Þetta virkar vonandi hvetjandi fyrir aðra innflytjendur að taka frekari þátt í íslensku samfélagi. Ég þekki manninn að vísu ekki neitt en auðvitað getum við fylgst með verkum hans eins og annarra alþingismanna. Innflytjendum hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og er það vel að þeir eigi nú sinn fulltrúa á Alþingi. Ef til vill sjá þeir hlutina í öðru ljósi en við og satt best að segja held ég að ekki veiti af á stundum. Innilega til hamingju, Paul Nikov.
mbl.is Fyrsti innflytjandinn á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Eiður

Jamm,  helvítið hann Paul er ágætis viðbót við það sem fer fram í sölum alþingis eða öllu heldur það sem hann hefur fram að færa.  Hef drukkið með kvikindinu og átt aðeins við konuna hans.  Treysti honum ágætlega til að gera góða hluti þarna inni.

Ævar Eiður, 12.11.2007 kl. 20:17

2 Smámynd: Greifinn

Hef lesið þónokkuð að skrifum Pauls síðustu ár og er vægast sagt lítið hrifinn.

Hann virðist hata allt sem Íslenskt er og fannst Aron Pálmi fá allt of vægan dóm í Texas.

Svo til hamingju með nýja þingmannin VG, smellpassar

Greifinn, 12.11.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband