Tilgangurinn helgar meðalið? Minniskubbur í nýfædda?

Verður ekki að fara varlega í svona málum? Býður þetta kerfi ekki upp á misnotkun á einhverjum stigum? Hvernig skilgreinir tækið hvort slys hefur orðið? Af fréttinni að dæma virðist vera hægt að fylgjast með aksturslagi? Hvernig? Hvenær? Spurningarnar eru margar. Sjálfur bý ég í 101 Reykjavík og er myndaður í bak og fyrir á hverjum degi. Það hefur samt ekki hjálpað mér ef ég hef lent í vandræðum með samferðamenn mína sem hafa viljað berja á mér. Mér finnst stóri bróðir seilast lengra og lengra. Bankarnir vita orðið allt um mann. Skatturinn líka. Og fleiri og fleiri. Næst verður sjálfsagt græddur í okkur kubbur við fæðingu svo hægt verði að fylgjast með okkur frá vöggu til grafar. Viljum við það?
mbl.is Allir bílar undir gervihnattaeftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Ættbókarfærður og örmerktur.

Sigurður Ingi Jónsson, 14.11.2007 kl. 11:17

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Eyrnamerktur eins og rolla, brennimerktur..........

Bergur Thorberg, 14.11.2007 kl. 12:44

3 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Tækið nær sambandi við 112 um leið og loftbúði fer, annars er tækið "sofandi". Aksturslagsgreingin kemur þessari frétt ekki við, kemur ekki neyðarlínunni né lögreglunni við. Greininginn er byggð á íslensku einkaleyfi, hún nýtist til að mynda fyrirtækjum sem hafa tjónavandamál til að taka á sínum málum. Ef þú vilt frekari upplýsingar þá getur þú sett þig í samband við mig.

Ingi Björn Sigurðsson, 14.11.2007 kl. 13:10

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Ingi. En svona eru eftirlits kerfin innleidd hægt og rólega, og alltaf réttlæt með öryggissjónarmiðinu.

Það er hægt að selja fólki öryggið dýru verði. Fyrir þau ykkar sem ætlið að kaupa bendi ég á varúðarorð Benjamin Franklin, einn af stofnendum Bandaríkjanna: "Fólk sem skiptir frelsi sínu fyrir tímabundið öryggi á hvorugt skilið og mun glata hvoru tveggja." 

Hvað er næst? Kannski verða sett staðsetningartæki í okkur. Þau eru þegar til og hafa verið samþykktir að Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Sjá hér

Jón Þór Ólafsson, 14.11.2007 kl. 15:19

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Takk fyrir Ingi Björn. En hvað meinar þú með sofandi? Og hver á að nota aksturslagsgreininguna? Þýðir það að ef tækið er sofandi þá verði samt hægt að lesa alls kyns uppl. út úr því ef svo ber undir? Maður getur svo sem ímyndað sér að yfirvöld og t.d. tryggingafélög séu spennt fyrir svona nýungum. Peningar og völd. Og Jón Þór: ég er þér hjartanlega sammála. Það er alls staðar verið að kortleggja einstaklinginn, neysluvenjur hans o.s.frv.

Bergur Thorberg, 14.11.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband