Hafa börn lent í einelti af hálfu kennara?

Bara ein spurning: Krakkarnir sem segjast oft hafa upplifað stríðni eða einelti. Hvaðan kemur eineltið. Er það eingöngu frá öðrum krökkum? Hefur t.d. verið athugað hvort krakkar verða fyrir einhvers konar einelti frá kennurum? Ég veit þess dæmi, en það er ekki minnst mikið á slíkt í fjölmiðlum. Ef einhver þekkir slík dæmi væri gott að heyra af þeim. Og bara í lokin: Upplifa kennarar einelti frá skólastjórnendum, öðrum kennurum eða jafnvel börnum?
mbl.is Íslenskum krökkum líður vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er alinn upp á Ísafirði, en sá ágæti landshluti Vestfirðir er einmitt þekktur fyrir flest annað en hátt menntunarstig eða gæði í skólastarfi. Sem barn var ég þrátt fyrir það fljótur til bókar, kenndi t.d. sjálfum mér að lesa u.þ.b. 5 ára gamall, kláraði stærðfræðibókina fyrir áramót að mig minnir og fleira í þeim dúr. Þetta átti samt eftir að koma í bakið í mér, því kennslukonan var af gamla skólanum, og henni þótti sko ekki fínt að einn nemandi væri "kominn svona langt framúr hinum" eins og það var orðað. Ég held reyndar að það hafi farið meira í taugarnar á henni að ég var ekki bara kominn fram úr öðrum nemendum í bekknum, heldur öllum árgangnum og henni sjálfri líka! Hún hefur því sennilega séð fram á að annaðhvort sæti ég aðgerðalaus það sem eftir lifði vetrar, öllum til vandræða eða þá (guð forði!) að hún þyrfti að leggja eitthvað aukalega á sig til að mæta þörfum þessa ákveðna nemanda. HA? spyr kannski einhver, því þetta er auðvitað algjört 18. aldar viðhorf, en undan þessu kvartaði konugreyið allmikið við foreldra mína og aðra. Gekk hún meira að segja svo langt að senda mig til skólasálfræðings! Sá gat nú ekki fundið mikið að drengnum frekar en við var að búast, svo við nýttum flesta sálfræðitímana bara í uppbyggilegt spjall almenns eðlis og fór allvel á með okkur sem betur fer. En hvað spurningu þína varðar, þá get ég augljóslega svarað þannig: Já, það eru til börn sem hafa verið lögð í einelti af kennurum! En fæst þeirra hafa sennilega sloppið jafn lítið sködduð frá því og ég...

Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2007 kl. 16:31

2 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Já þetta er svo sannarlega til. Næst yngsti drengurinn minn sem er alveg eins og engill og hefur aldrei verið til vandræða í skólunum sínum varð fyrir einelti hjá kennaranum sínum í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Það gekk svo langt að barnið var sett í Öldutúnsskóla vegna áreiti kennarans. Hann fékk æðislegan kennara þar sem að dýrkaði hann, svo að þetta er svo sannarlega til.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 14.11.2007 kl. 16:34

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Já Guðmundur, mig grunaði það. Sjálfur hef ég svipaða sögu að segja hvað varðar skólagönguna mína. Kannski einhvers konar öfugt einelti. En ég slapp nú heill frá því. En ég hef því miður séð hið gagnstæða, séð börn hreinlega brotna niður eftir og undir einelti af hálfu kennara og það er ekkert létt að stoppa slíkt einelti.

Bergur Thorberg, 14.11.2007 kl. 16:48

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Já Margrét, Góður kennari er gulls í gildi. Það má bara ekki vera heppni eða óheppni hvernig kennara maður fær sem barn. Og verði kennari uppvís að einelti gagnvart nemendum sínum, á að taka mjög hart á því.

Bergur Thorberg, 14.11.2007 kl. 17:31

5 identicon

Ég er 16 ára og varð fyrir miklu einelti að hálfu kennara í 8. bekk ég hef náð að vinna mig út úr þessu en þetta var hrein helvíti á meðan á því stóð, er komin í framhaldskóla núna og líður vel.

egill (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:22

6 Smámynd: Bergur Thorberg

Sæll Egill minn. Já ég trúi því að þetta hafi verið erfitt. Það hefur reynst mörgum erfitt að sanna svona einelti og ekki alltaf hlustað á börnin eða unglingana. Ég er með dæmi úr minni fjölskyldu og því miður er viðkomandi alls ekki kominn yfir það sem gerðist í skólanum. Seint og um síðir var það viðurkennt en allt of seint gripið inn í. Ég óska þér alls velfarnaðar í framtíðinni og stundum geta svona hlutir sem ekki brjóta mann algerlega niður orðið til þess að maður stendur sterkari eftir. Ég vona svo sannarlega að það sé svo í þínu tilfelli.

Bergur Thorberg, 14.11.2007 kl. 19:05

7 identicon

Já þetta er til! Ég var einmitt líka í skóla á Ísafirði og ónafngreindur kennari minn notaði hvert tækifæri til að hæðast að mér og niðurlægja fyrir framan aðra krakka sem voru með mér í ákveðnum tímum. Mér hefur sjaldan verið trúað og foreldrar mínir flokkuðu árangur minn í þessu fægi undir tossaskap og sögðu bara að ég yrði að bíta á jaxlinn hvað þennan kennara varðaði.

Eitt dæmi er mér sérstaklega minnugt í sambandi við þennan kennara, alltaf þegar hún spurði hvort einhver væri búinn að læra heima (bað alla sem voru búnir bara um að rétta upp hönd sem að sjálfsögðu allir gerðu) var hún búin að skrá nafnið mitt niður á lista yfir þá sem voru ekki búnir áður en hún spurði og ef ég sagði „já“ þá þurfti ég alltaf að koma og sýna henni það. Svo sagði hún mér alltaf að þegja þótt ég segði ekki neitt, man meira að segja að ég var einusinni sofandi þegar einhver var að tala og hún öskraði á mig að stein þegja. Eitt sinn áttum við að skila kjörbókar ritgerð og þar sem ég er lesblindur og finns mjög óþægilegt að lesa bækur skilaði ég henni ekki (en þess má geta að ég hef alveg gaman af sögum og þegar við vorum látin lesa bækurnar í tíma upphátt þá mundi ég hvert einasta orð og skrifaði ritgerð um bækurnar) og þar af leiðandi skilaði ég ekki. Ég fékk hinsvegar bara ritgerð hjá kunningja mínum og breytti henni aðeins og betrumbætti skilaði henni inn og fékk einkvað í kringum 5.5 og hún gaf ekki upp og gat ekki einusinni rökstutt þá einkun þegar ég spurði hana af hverju ég fengi ekki hærra, hún svaraði mér bara með því að hæðast að mér. En kunningi minn hafði fengið um átta fyrir sömu ritgerð hjá sama kennara...

Þessi þrjú ár sem hún var kennari minn hefur mér aldrei gengið eins illa í faginu sem hún kenndi og mér fannst ömurlegt í tímum hjá henni, líka þar sem ég er ekki mikið að verja mig og vinir mínir voru í öðrum hóp þannig að ekki gerðu þeir það, svo að það var iðulega hlegið að mér þegar hún kom með einhver skot eða niðurlægði mig.

Þetta er ekki eins dæmi í þessum skóla, margir af þessum kennurum þegar ég var þarna voru alveg ótrúlega vond við suma og þá sérstaklega ákveðinn hópur kennara innan skólans. Það er alveg ömurlegt þegar einn eða tveir nemendur í bekk eru teknir svona fyrir og komið fram við þá öðruvísi en hina. Aldrei myndi ég vilja að barnið mitt myndi upplifa sömu skólagöngu og ég upplifði á mínum seinni árum í GÍ.

Tek fram að öll árin mín voru ekki svona, sem betur fer er skipt um kennara annað slagið.

Leindó (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 00:05

8 Smámynd: Bergur Thorberg

Gastu leitað til skólastjórnenda á þessum tíma? Eða einhverra annarra? Það virðist nefnilega vera svo að svona mál eru blásin út af borðinu sem einhver unglingaveiki. Svona manneskja eins og þú lýsir á ekki að vera til í íslenska skólakerfinu. Gangi þér allt í haginn. 

Bergur Thorberg, 16.11.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband