Baggalútur með hundleiðinlegan fréttaauka

Er þessa stundina að hlusta á endurtekinn Fréttaauka Baggalúts á Rás 2. Eins og þessir menn geta nú verið skemmtilega hressir í músíkinni sinni og á netinu þá er þessi Féttaauki bara hundleiðinlegt útvarpsefni, efniviður rýr, flutningur langdreginn og allur er þátturinn illa leikinn. Ég vona að þeir fari nú að hætta  þessari þvælu sinni í útvarpi og snúi sér að því sem þeir kunna best. Að sjálfsögðu vona ég fyrir þeirra hönd að þeir endurnýi sig í framtíðinni eins og sannir listamenn gera en ef þessi útvarpsþáttur hefur verið liður í því, þá er það gjörsamlega misheppnað. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Ég hef alveg misst af þessum útvarpsþætti en minnist alltaf með gleði jólalagsins í hitteðfyrra eða hvort það var 2004 þegar þeir sungu um jólamatinn, algjör snilld!!

Elín Björk, 19.11.2007 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband