Streets of London

Allt sem ég skrifaði um heimildarmyndahátíðina á Patreksfirði um liðna helgi reyndist vera lygi. Að því hef ég komist núna. Ég var tekinn. Af vinum mínum og fjölskyldu. Þess vegna segi ég hugsanlega á næstunni sögur frá London. Þær verða allar sannar. Því get ég lofað ykkur. Allir hlógu dátt. Sérstaklega fíflið ég. Nema í byrjun. Það er að segja þegar ég hafði áttað mig á því, hvernig var í pottinn búið. Sumir vina minna eiga von á glaðningi. Hvenær? Hvar? Hvernig? Það veit eingöngu ég. En það verður óvæntur glaðningur. Allt var þetta nú bara afmælisgjöf frá dóttur minni, dyggilega studd af móður sinni, sem auðvitað leiddu mig öruggum höndum, báðar tvær, allan tímann, í þessu enska sveitaþorpi, sem sumir kalla, enn þann dag í dag: LONDON.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábær óvæntur glaðningur.

Sigrún Jónsdóttir, 13.5.2008 kl. 23:38

2 identicon

Alltaf verið að plata gott og hrekklaust fólk! Maður er bara alveg miður sín

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 09:42

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Segðu! Þú þekkir þetta. Ma ma ma bara.................

Bergur Thorberg, 14.5.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband