Hryllingur

Oft heyrir maður notað orðið "nornaveiðar" í íslensku samfélagi nútímans en þá í yfirfarinni merkingu. Eru menn þá að vísa til meintra ofsókna er þeir sæta eða aðrir. Og auðvitað með tilvísun í hinar hræðilegu galdrabrennur, er sannanlega áttu sér stað á Íslandi og víðar, fyrir margt löngu. Nú finnst mér sannarlega að menn ættu að endurskoða notkun sína á íslensku máli og finna önnur orð er lýsa betur hinum meintu ofsóknum. Ætli þróunarríki heimsins eigi eftir  að ganga í gegnum allt það sem miður hefur farið í sögu hinna svokölluðu þróuðu ríkja? Af nógu er að taka. Eins og hörmungar þriðja heimsins séu ekki nógar fyrir? Þetta eru hreint og beint hryllilegar fréttir, sem berast frá Kenýa.
mbl.is Brenndu 15 meintar „nornir" lifandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta er hræðilegt...lýsandi fyrir það hvað  fáfræði og múgsefjun getur komið til leiðar....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.5.2008 kl. 17:02

2 identicon

"lýsandi fyrir það hvað  fáfræði og múgsefjun getur komið til leiðar"

Því legg ég til að blogg verði bannað. 

tóti (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband