Fiskræningjaskip

Ég er sammála einum bloggvina minna um nota orðið sjóræningjaskip í merkinguni: Skip sem veiða í leyfisleysi fiskveiðiráðs á ákveðnu hafsvæði, er rangt. Í mínum huga eru og voru sjóræningjaskip, skip sem rændu því sem er og var á sjó en ekki því sem er í sjónum. Veiðiþjófaskip eða fiskræningjaskip, væru miklu nærtækari orð. Tillögur óskast.
mbl.is Engin sjóræningjaskip á Reykjaneshrygg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt þetta orðalag sem er stundum oft notað er kolvitlaust

Enn ef þeir ætla að nota þetta orð hverning væri að koma með smá tölfræði um hvað mörgum skipum hefur verið rænt við strendur íslands miðað við strendur sómalíu..

annars er þetta bara týpískt möppumál frá mönnu sem hafa aldrei migið í saltan sjó.....

Fisker (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 16:10

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Jebb. Sjórán eða piracy er eitt alvarlegasta brot alþjóðalaga og fellur í svokallaðann Jus Cogens flokk. Aðeins fjórir aðrir glæpir eru í flokknum: Þjóðarmorð, Þrælasala, pyndingar og árásarstríð.

Hugtakið er þó oft notað á þennan hátt um allan heim og er afar slæmt. Ekki vegna þess að þeir sem stunda ólöglegar veiðar eigi það ekki endilega skilið, heldur vegna þess að ekki má draga úr gildi hugtaksins og alvarleika eiginlegra sjórána.

Aðalheiður Ámundadóttir, 23.6.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband