"Stelpurnar okkar". Öll viljum við eiga þær

Nú verður íslenska þjóðin að sýna í verki að hún stendur við bakið  á stelpunum sínum. Nú höfum við öll eitthvað að hlakka til. Þær þurfa móralskan stuðning og fjárhagslegan stuðning sem getur fleytt þeim enn lengra. Ekki hefur staðið á þjóðinni að styðja "strákana sína" en nú er komið að "stelpunum okkar" Framfarirnar eru miklar og það verður að halda dampi. Norðmenn, Danir og Svíar hafa markvisst unnið með kvennalandslið sín undanfarin ár (og það hefur skilað sér í frábærum árangri þessara liða), og nú er komið að okkur. Áfram stelpur! Þíð eruð frábærar. Ef eitthvað verður afgangs af peningum, þá tökum við listamenn á móti fjárframlögum, en bara ef við höfum unnið fyrir því. (Djók)
mbl.is „Núna eigum við alla möguleika í heiminum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband