Flýðu spikfeita karla og akfeitar kerlingar með öskrandi krakkaorma

Auðvitað var það gíraffi sem var leiðtogi dýranna sem flýðu úr sirkusnum nærri Amsterdam í gær. Það er hann sem hefur besta útsýnið. Hann hefur komið auga á að lífið utan girðingarinnar væri kannski ekki svo vitlaust og þar væri meira að hafa en innan hennar, þar sem hann hefur verið kúgaður alla tíð og látin vera með asnalæti og hundakúnstir, fyrir framan spikfeita karla og akfeitar kerlingar með öskrandi krakkaorma í eftirdragi. Ég hef nú nokkrum sinnum farið í sirkus en ég hef aldrei séð gíraffa, kameldýr, lamadýr og svín þar. Kannski hafa þessi dýr bara verið þarna fyrir misskilning. Þau voru fljót að finna sér sálufélaga í hundi nokkrum sem var eina vakandi skepnan á svæðinu, sem svo síðar sveik þau í hendur mannskepnunnar. Þau hafa örugglega ætlað skapa sinn Animal Farm, en mannskepnan er jafnari (rétthærri) en aðrar skepnur og því fór sem fór.
mbl.is Gíraffi forsprakki sirkusflótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband