Sjampó sjampó, hvar ert þú?

Ég er haldinn þeirri ólæknandi fíkn að fara í sund á hverjum degi. Í Sundhöll Reykjavíkur. Besta sundlaugin í bænum. Þar gengur maður beint inn í söguna og mikla menningu í formi þess mikla mannauðs, sem þar jafnan er. Þar er maður í góðum félagsskap sundlaugagesta og frábærs starfsfólks. Eiginlega eins og heima hjá sér. Það eina sem hefur skyggt á þessar sundlaugaferðir er að alltaf annað slagið er einhver að lenda í, að einhverju er hnuplað frá þeim, sem betur fer sjaldan miklu, en samt. Auðvitað á þetta sér stað í öðrum sundlaugum borgarinnar líka og er þetta hvimleitt. Í fyrradag var t.d. brotist inn í bíl gamals manns á stæðinu fyrir utan og stolið frá honum skjalatösku er lá í aftursætinu. Ljótur leikur. Og ég slapp ekki alveg í gær og fór sjampólaus heim. Að mönnum skuli finnast taka því að stela einu sjampóglasi, finnst mér undarlegt. Og þó.  Annaðhvort stela menn eða ekki. Ég held að það sé mjög einfalt. Sundlaugargestir ættu að láta starfsfólk geyma öll verðmæti í þar til gerðum geymsluhólfum, á meðan þeir dvelja í sundlauginni. Það kostar ekki neitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Já þetta er hvimleitt. Oft stela menn líka skóm. Svo heyrði ég einu sinni af konu sem átti mann sem vegna heilabilunar mundi aldrei hvaða handklæði, hvaða skó eða hvaða sjampó hann átti svo hann tók bara það sem var hendi næst blessaður. Síðan dæmi ég svona atburði ekki eins hart.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.7.2008 kl. 18:09

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Já auðvitað geta menn verið veikir og þá er þeim að sjálfsögðu fyrirgefið. Og vel á minnst, einu sinni þurfti ég að fara skólaus heim. En það var fyrir mörgum árum.

Bergur Thorberg, 5.7.2008 kl. 19:07

3 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Það er víst erfitt að geyma hjólið sitt í geymsluhólfi en ég veit um dæmi þess að nýtt tvíhjól hafi verið læst með keðju við hjólastatífið við Sundhöllina en keðjan var einfaldlega klippt í sundur og hjólið tekið. Sumir leggja meira á sig en aðrir við óhæfuverkin.

Marta Gunnarsdóttir, 5.7.2008 kl. 20:03

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Ja hérna. Það eru oft menn á vappi þarna fyrir utan. Eins og þeir bíði eftir rétta tækifærinu: En það sér maður svo sem víðar.

Bergur Thorberg, 5.7.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband