Hvað kostar ein aðgerð í búðinni?

Ég vil taka það skýrt fram að ég er mjög hlynntur verndun ósnortinnar íslenskrar náttúru. En voðalega finnst mér þetta eitthvað lélegt PR. Eru þetta þjálfunarbúðir fyrir aðgerðarsinna? Ef svo er minnir þetta allt of mikið á þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn, sem mikið hafa verið í fréttum. Einnig minnir þetta á flóttamannabúðir, þar sem skelfingu lostið fólk lifir við bág kjör svo árum skiptiir. Eða kannski getur maður bara keypt sér eins og eina aðgerð í svona búðum? Eða verður gert að fiski í svona búðum, eða verða gerðar aðgerðir á fólki? Aðgerðabúðir er ljótt orð og líka svolítið ógnandi og fréttatilkynningin klúðurslega samin. Þar hafið þið það.
mbl.is Saving Iceland með aðgerðabúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

kíktu á savingiceland.org og aflaðu þér betri heimilda áður en þú slærð fram orðum eins og hryðjuverkamenn...

Birgitta Jónsdóttir, 7.7.2008 kl. 09:31

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

og hvað er ljótt við aðgerðabúðir... mér finnst ekkert að því að kalla mig aðgerðasinna... og miklu mun betra að kalla þetta aðgerðabúðir fremur en mótmælabúðir... er ekki kominn tími til að fólk sem er fylgjandi umhverfisvernd hætti að stinga hnífum í bakið á hvort öðru?

Birgitta Jónsdóttir, 7.7.2008 kl. 09:32

3 Smámynd: Hvumpinn

Vegna aðfara sinna eru Birgitta og kumpánar á hrakhólum, almenningsálitið er á móti svona iðjuleysingjum sem nenna ekki að vinna, en dunda sér í mótmælum.  Hver kostar uppihald liðsins Birgitta?

Hvumpinn, 7.7.2008 kl. 09:41

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Æ, æ, sullaði Bergur smá kaffi á sig, heitu! Eða bara einhver mánudagur í mínum?

Bestu kveðjur og góðan dag,

Hlynur Hallsson, 7.7.2008 kl. 09:54

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Birgitta: Ég var að tala um PR. Er ekki hægt að kalla þetta annað en búðir? Ég var ekki að líkja náttúruverndarsinnum við hryðjuverkamenn, bara svo það sé á hreinu. Ég tónsetti flest öll ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, þess mikla náttúruverndarsinna, fyrir margt löngu og hef komið víða við í náttúruverndarmálum. Og varla ertu svo heilög að þú þú þolir ekki smá djók?

Bergur Thorberg, 7.7.2008 kl. 09:59

6 Smámynd: Bergur Thorberg

Ertu skyggn Hlynur? Það slettist smá kaffi í morgun, en það er góður mánudagur í mér og vonandi í þér líka. bestu kveðjur.

Bergur Thorberg, 7.7.2008 kl. 10:01

7 identicon

Þetta eru tjaldbúðir. Staður þar sem fólk hefur aðsetur, samráðgast, fræðist og skemmtir sér.

Þeir sem fjármagna þetta eru aðallega tjaldbúar sjálfir, áhugasamir stúdentar og ömmur þeirra. Einstaka fyrirtæki hefur svo gefið mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 10:33

8 identicon

Vonandi ekki lífrænt ræktað, sem komið er fram yfir síðasta söludag; það kallar á heilmikið af tröllaskeini.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 12:49

9 identicon

Best fyrir merkir ekki það sama og verst eftir. Við Vesturlandabúar hendum ótrúlegu magni af mat sem er allt í lagi með og þar eru Íslendingar ekki barnanna bestir.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband