Stikkan Andersson og Abba

Mikið er gott að heyra það haft eftir Benny Andersson að Abba muni aldrei stíga á svið framar. Það er einfaldlega komið yfrum nóg. Ég var búsettur í Svíþjóð þegar þau slógu í gegn og fylgdist með þeim líka áður en það gerðist. Stikkan Andersson átti hvað mestan þátt í að allt gekk svo vel hjá þeim. Hann var ótrúleg persóna. Hann hreinlega lamdi þau upp á veraldarsviðið. Nú nýtur hans ekki lengur við, blessuð sé minning hans, en peningarnir rúlla í Abba kassann, sem aldrei fyrr.
mbl.is Aldrei saman á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Lögin lifa. Var pönkari þegar ABBA var á toppnum og gat því ekki á þeim tíma viðurkennt þau. Svo fyrir nokkrum árum fór ég Skandinavíutúr með ABBA copy bandi og uppgötvaði þá að ég kunni hvern tón í ABBA lögunum. N.b ég er fyrir löngu búinn að viðurkenna þessa tónlist og syng alltaf með ef ég heyri ABBA lag. Hefði bara á sínum tíma komið niður á coolinu...

Gulli litli, 7.7.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband