Hvað gerist þegar kært verður?

Björn Bjarnason fullyrðir að honum hafi ekki verið kunnugt um mál Paul Ramses áður en hann var sendur úr landi og ekki verið þar með í ráðum. Samt svolítið undarlegt. En gott og vel. Ekki vil ég efast um orð hans. Hann segir það verða tekið til efnislegrar meðferðar í ráðuneytinu verði það kært. Ingibjörg Sólrún segist treysta Birni vel til að fjalla um þetta mál. Spurningin er: Verða aðstæður fjölskyldunnar teknar með í efnislegri meðferð þess? Mannúðarþátturinn. Hinn tilfinningalegi þáttur? Nú er bara að kæra strax og sjá hvað gerist.
mbl.is Ráðherra ókunnugt um málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Já, hugsanlega. Það kemur þá væntanlega í ljós..... skulum við vona.

Bergur Thorberg, 8.7.2008 kl. 13:49

2 identicon

Hvernig var reglum ekki fylgt?

Gulli (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 13:55

3 identicon

Mér finnst það nú ótrúlegt dómgreindarleysi af Ingibjörgu Sólrúnu að treysta Birni. Ekki geri ég það.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband