Henning Mankell mættur á staðinn

Þetta er náttúrulega óhugnarleg frétt og sorgleg og vonandi finna menn út úr þessu máli sem fyrst. En eins dauði er annars brauð, eins og sagt er. Þarna er kominn efniviður í nýja skáldsögu handa Henning Mankell, hins snjalla sænska krimmahöfundar. Þetta er ekki langt frá hans söguslóðum og oftar en ekki byrja nú sögur hans og fleiri, á einhverjum viðlíka atburði.
mbl.is Fótur flaut á land í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

var ekki einhver svona frétt frá USA fyrr í vetur?

Fannar frá Rifi, 8.7.2008 kl. 19:34

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Gæti verið.

Bergur Thorberg, 8.7.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: Kreppumaður

Mætti einfættum manni um daginn.  Ætla að benda honum á það að fóturinn sé fundinn (hugsanlega) í Svíþjóð!

Kreppumaður, 8.7.2008 kl. 20:50

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Verður ekki skafin af þér góðmennskan. Þó á fjöllum sért.

Bergur Thorberg, 8.7.2008 kl. 21:05

5 Smámynd: Kreppumaður

Ég er að verða heilagur Kreppumaður af Vatnajökli, verndari fótalausra og fótalúna manna.

Kreppumaður, 8.7.2008 kl. 21:32

6 Smámynd: Bergur Thorberg

Þú getur þá kannski stutt mig á Ölstofuna eða Grand þegar þú kemur af fjalli. (Það er nú reyndar sagt um kindur líka að þær séu að koma "af fjalli").

Bergur Thorberg, 8.7.2008 kl. 21:40

7 Smámynd: Kreppumaður

Sem dýrlingur er það köllun mín og skylda að styðja menn inn á ölstofur um allt land.

Kreppumaður, 8.7.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband