Pöntunarinnbrot

Já, það kreppir að hjá smákrimmunum eins og öðrum. Það er alþekkt að í kreppuástandi aukast innbrot. Þessir smákrimmar eiga þá ekki eins létt með að afla sér viðurværis (aðallega peninga fyrir dópi) og innbrot á heimili aukast. Því er stolið sem best er að koma í verð og þá vaknar spurningin: Hver kaupir svo dótið af liðinu? Það er hinn endinn á innbrotinu. Leiðir kreppan til þess að hinn "venjulegi borgari" slær á samvisku sína og kaupir ódýrt? Það er ekki ólíklegt í sumum tilfellum. Ég held jafnvel að sumir séu svo samviskulausir að þeir hreinlega panti sér vöru hjá innbrotsþjófum. "Mig vantar sjónvarp, fartölvu, síma, myndavél o.s.frv. Bíllinn minn var hreinsaður um daginn en þeir höfðu þó lítið upp úr krafsinu. Hann stóð í opinni bílageymslu á bak við hús. Og öruggt er að þjófar fylgjast með ferðum fólks og slá svo til þegar enginn er nærri.
mbl.is Einhver virðist vera að safna í hreiðrið sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held samt varla að þetta hafi verið pöntun í þessu tilfelli. Hver myndi panta sæng hjá innbrotsþjóf.

Óli (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 11:28

2 identicon

Innbrotsþjófar sofa undir sæng, eins og aðrir, þannig að líklega var hún til eigin nota.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband