Manchester-Keflavík-Hverfisteinn

Batnandi mönnum er best að lifa. Hér áður fyrr var ástandið um borð í flugvélum í millilandaflugi vægast sagt oft á tíðum skrautlegt og stórhættulegt. Stór hluti farþega blindfullur og púandi út í loftið. Nú er búið að taka fyrir reykingarnar og kannski hafa þessir menn verið svona sólgnir í sígarettuna að þeir hafa gersamlega tapað áttum. Ég held samt ekki. Mennirnir hafa einfaldlega verið blindfullir og hafa verið það þegar þeir gengu (skriðu) um borð. Eitthvað vantar upp á eftirlitið þarna sýnist mér. Mannaumingjarnir hafa kannski verið að drekkja sorgum sínum eftir að Man U gerði bara jafntefli í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni? Nei nei segi bara svona. Allavega er þetta ljótt mál og tími til kominn að taka á þessum hlutum af festu. Það vitum við sem munum hvernig þetta var hér áður fyrr. Það ástand viljum við ekki aftur.
mbl.is Tveir flugdólgar leiddir burt í járnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir verða bara að muna að afla sér tilskilinna róðrarleyfa, ætli þeir að bregða sér aftur af landinu. Annars fer þetta á "viðkvæmt stig" og þeir lenda á sama stað. Langir eru þeir, fálmararnir fyrirhyggjunar!

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband