Ekki gráta

Ekki skal gráta Björn bónda heldur safna liði. Þetta er stórkostlegur árangur lítillar þjóðar. Gleymum því ekki. Frakkar áttu sigurinn skilið, voru betri á öllum sviðum. Markvarslan frábær, hraðinn mikill, og vörnin samanlímd og erfitt fyrir Íslendinga að koma sér í góð færi og ef þau gáfust tók markmaðurinn skotin. Én Íslenska þjóðin getur verið stolt af strákunum og þeir eiga skilið höfðinglegar móttökur þegar þeir koma heim. Silfur á Ólympíuleikum er einfaldlega stórkostlegur árangur. Framtíðin er björt og engu að kvíða. Íslenskur handbolti er kominn á hærra plan og strákarnir hafa hrifið með sér þjóðina sem aldrei fyrr og þetta er búið að vera ein hátíð allan tímann og hefur þjappað saman íslensku þjóðinni, sem sannarlega er gott á þessum síðustu og verstu. Ekki gráta. Bara fagna. Þessa verður lengi minnst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

Silfrið jafngildir gullinu hjá okkar litla samfélagi, þrefalt húrra fyrir strákunum

Sigrún Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband