Fyrirsagnafurstar á mbl.is

Á þessi fyrirsögn að vera fyndin? Hrapaði og Brann? Þið fyrirgefið, ég botna ekkert í henni. Sorry.
mbl.is Hrapaði og Brann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Þetta er íslensk útgáfa á þekktu ensku máltæki, "crash and burn"; hún þýðir að mistakast eitthvað herfilega eða klúðra málum með stæl.

Þegar orðatilækið er þýtt á ástkæra ylhýra blasir við tækifæri til orðaleiks þegar hliðsjón er höfð af nafni norska fótboltaliðsins - Brann. Skilurðu?

Mér finnst þetta persónulega mjög skondin fyrirsögn og allt of lítið gert af slíku í prent- og netmiðlum hér á landi. Ég hvet til frekari orðaleikja af þessu tagi í fyrirsögnum, og það verður bara að hafa það þó sumir nái ekki gríninu. 

Jón Agnar Ólason, 3.10.2008 kl. 00:15

2 Smámynd: Sigurður F. Sigurðarson

"Brann yfir en Brann svo út"  Hefði verið íslensk fyrirsögn án enskrar íhlutunar.

Sigurður F. Sigurðarson, 3.10.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Mjög góð fyrirsögn Sigurður. Engar ensku slettur hér.

Bergur Thorberg, 3.10.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband