Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Jóhannes tælir Júdas upp við barinn

Nú er ljós í gluggunum hjá guði

og.. gengið er þar allt að.. skemmta sér.

Allir er'í stórkostlegu stuði,

St. pétur Maríu í faðminum ber.

Um guðsmennina gylltir tónar hljóma

gleymt er allt um holdsins dýru synd.

Vatni er breytt í vín með dýrð og ljóma

veltist nú um í vímunni.. gjörvöll  mannkind.

Og, tunglið lýsir gulu,

gegnum  himininn

og það glottir

því að þetta er ekki í fyrsta sinn.

Dómprófastur dauður út við stjaka.

Dræsan sem hann lá er rönkuð við.

Og drottinn sjálfur er að reyna að mjaka,

mönnum sínum og Maríu á rétta hlið

Og.....tunglið.......o.s.frv.

Jóhannes tælir Júdas upp við barinn

Jesaja veitir brennivín af stút.

Fram á klósetti er allur skarinn

Því Kristur er læstur inni og kemst ekki út.

Og... tunglið.. lýsir gulu... gegnum....

 

Þetta sem þið kannski hafið nýlokið við að lesa, er ekki ljóð, heldur texti af Metsöluplötunni minni frá 1989. Hún seldist í 167 eintökum.  Ég kom plötunni út. Og í kjölfarið var mér send gjöf af himnum ofan, sem reyndist verða yngsta dóttir mín. Svo féll Berínarmúrinn. Allt á haustmánuðum 1989. Lagið og textinn komu til mín í Lundi, árið 1984, fyrir utan verksmiðju í smoketime. Svo var ég spurður að því síðar á Íslandi, hvort ég væri forspár um kristindóm.

b.kv.  Bergur Thorberg


Kaffimenning og meira af þvílíku

Jæja, Þá er Menningarnóttin okkar liðin og við getum aftur farið að haga okkur eins og vitleysingar(eða ætti ég frekar að segja eins og venjulegt fólk?). Sjálfur var ég að kaffast á Laugaveginum frá 12.00 - 24.00 og fékk þar mjög svo hlýlegar og hvetjandi kveðjur frá gestum og gangandi. Vil ég hér með þakka öllum þeim sem litu til mín í"kaffi", og líka öllum þeim sem ekki komu en voru borginni okkar til sóma í hvívetna, hvað sem þeir gerðu eða hvar sem þeir voru. Ég var sem sagt á hnjánum í allan gærdag ásamt mínu fólki en við vælum ekki yfir því, því það höfum við valið okkur sjálf. Takk Þið, sem keyptuð af mér verk og þar með gerið það mögulegt að ég geti haldið áfram að skreppa í kaffi.

Að lokum nokkrar línur sem hafa borist í ferfætlinga, limruljóðapottinn. Munið að fresturinn rennur út á morgun. Ekki gleyma að það eru verðlaun í boði.

Kaffisull á öllu sést

svínar dúka ferlega. 

Bergi Thorberg tek ég best.

Tel hann sulla fallega.

 


Þú hefur alla æfistund

eins í gleði og trega

styrkum huga stæltri mund

starfað drengilega

 

Ég þakka nú á þessa lund

þín góðu kynni

eigðu marga unaðsstund

með Eydísinni.

 

Frétti af þessari samkeppni hjá þér, flott framtak. Hér eru nokkrar vísur, fyrst ein limra samin á staðnum:

Á herrana blöðin nú herjahræbilleg var ekki ferja
þeir hlusta þó vart
á væl og það kvart
förum nú bara til berja.
Svo er hér ein braghenda, frá því í vor er kárahnjúkamagapínan var í fréttunum:

Ræpan kvaldi kalda menn við Kárahnjúka.Með verk í maga vildu kúka,vorilmurinn sást burt fjúka.

Og svo eru hér hestavísur:

Hvass þú varst og hneggjandi,á hröðum fótum þínum.Núna ertu eggjandi,oní potti mínum.Forðum beist í fax mera,fagur lékst með börnum.Leiður mun ég laxera,er leikur þú í görnum.

Hér er ein samin í fyrravor, en á við nú:

Verðbréfanna vöxt af staðvorburðurinn gerði.Hluta-féð að hausti þaðhríðfellur í verði.

 

ps. Gaman væri að fá "komment" frá ykkur á kveðskapinn sem mér hefur borist.

kv. Bergur Thorberg


Meira af skáldum. kaffi.blog.is og

Hér duttu inn nokkrir góðir. Áram nú! Það eru aukaverðlaun í boði. Það eru engin lögmál í skáldskap sem banna skáldskap í lögmáli. Sjálfur verð ég LAUGARVEGI 24, Og býð ykkur í kaffi. Á menningar daginn og Nóttina Og hér koma herlegheitin.

 

*Morgunn*

Röðull fagur roðar skýin,
rökkrið hörfa fer.
Annar dagur upp er stigin,
eykur fjör í mér.

Kraumar blóð í Braga æðum,
brosir skáldamær.
Öll mín ljóð að hæstu hæðum
hafa þokast nær.

XXXXXXXXXXX

Þó útlitið sé allra verst,
og egóið helsta meinið;
þá er ég eins og fólk er flest,
fallegur inn við beinið.

XXXXXXXXXXX

Lífsins brautir glaður gekk ég,
góða hlaut ég Bragaskó.
Allar þrautir unnið fékk ég,
ástar naut ég sjaldan þó.

XXXXXXXXXXXXXX

Oft ég streða, ei til neins,
og yrki gleðispar.
Mitt er geðið alveg eins
og íslenzkt veðurfar.

XXXXXXXXXXXXXXX


Vínið gleður margan mann,
magnar þor og deyfir linku,
uns að morgni hrellir hann
hausverkur með slæmri þynnku.


XXXXXXXXXXXXX

Mér hefur lukkan dillað dátt.
Dýrðlega ævi hlaut’ég.
Þó alltaf ristu launin lágt,
lífsins gæða naut’ég.

XXXXXXXXXXXXXX

*Limrur*


Þegar á líf mitt er litið,
ljóðin og daglega stritið,
þá greinist það strax
frá degi til dags,
hversu stórlega stíg ég í vitið.

XXXXXXXXXXXXX

Mér er ljúft að líða vel,
ljóð og stökur smíða vel.
Þó finnst mér best
að ég þarf ekki hest
þegar mig langar að ríða vel.

XXXXXXXXXXXXXX


Uppfullt af óyndisverkum
er allt sem vex trúneista sterkum.
Vort ólukkans böl,
áþján og kvöl,
hafa stafað af konum og klerkum.

XXXXXXXXXXXXXXXXX

Að yrkja er eðlinu tamt,
ég er alltaf að reyna, en samt,
ef það tekst ekki núna
þá fer ég á frúna,
þó kosti það múður og mjamt.



Ferhyrndi ferskeytlu og margskeytlupotturinn frá Limrum.

Þetta barst í gær. Nú verður fólk að taka sig á og yrkja nokkrar mergjaðar. Frestur rennur út á mánudagskvöld. Glæsileg verðlaun.

 

 

Kaffi, Karl minn vinur

kokhraustur alltaf drekkur.

Drukkinn dauður hrynur

aldrei sam'á hvað dynur.

og......

Því bænin svo heit
brennandi biður um líkn þína Móðir
Á krossgötum stendur þar rennandi á
kitlar þar ókunnar strendur
Stattu þar einn og horfðu þar á
fegurstu ljóðlínur heims
er á heljarþröm stendur
og bíður þess eins að þú vaknir
og þvoir þínar hendur.

*Því hjá þér vil ég vera í ljósinu bjarta*
*það veit ég svo vel *
*og þekki í mínu hjarta.*
*Á jörðinni bíð ég í myrkrinu svarta*
*og segi við þig....*
*"Ég er ekki að kvarta*
*en mig langar svo heim"*

 og.........

 

Hróður eflir magran mann,

miðlungsljóðið skjallar.

Góður smiður verkið vann,

varla finnast gallar.



  (Og afturábak:)

Gallar finnast, varla vann

verkið smiður góður.

Skjallar ljóðið miðlungsmann,

magran eflir hróður.





 


Nýtt í ljóðapottinn.Verðlaunasamkeppni á kaffi.blog.is

Keppa menn í kvæðagerð

kjaftinn glenna hraðir.

Ljóðin renna á fullri ferð

sem fjárstofn senn heim traðir.



Þetta barst mér í dag. Minni á að fresturinn rennur út 20. ágúst. Vegleg verðlaun í boði.


Sagan af blómasölukonunni og syni hennar

Ég fór á Fiskidaginn mikla. Með konunni minni. Þar setti ég upp sýningu (ég verð nú reyndar að segja ykkur sannleikann, það var hún sem hengdi upp sýninguna, en ekki ég).Ég er svo latur að ég er alltaf í kaffi og ef ég er ekki í kaffi...........þá er ég á hvolfi.........................................................Enda er mitt vinnuferli á hvolfi.

Megi englarnir vaka yfir öllum,

Bestu kveðjur................ frá              Kaffikallinum

Ps. söguna af blómasölukonunni og syni hennar...... segi ég ykkur síðar


Uppáferðir

Uppáferðir eru mikið stundaðar á Íslandi og reyndar víða um heiminn. Þær standa mismunandi lengi og eru háðar líkamlegu ástandi, þreki og slíku, þeirra sem þær stunda. Þetta stunda að sjálfsögðu jafnt kallar sem konur og oftast saman. Oftast leiða þær til fullnægingar sem líður um kroppinn eins og lóusöngur að vori. Stundum líður fólki reyndar eins og það hafi setið undir langri ræðu hjá Hjörleifi Guttormssyni en það er önnur saga. Oft endist þessi fullnæging svo dögum skiptir og sumu fólki ævilangt. Þess vegna hef ég ákveðið að lýsa eftir hluthöfum í fyrirtæki sem ég hyggst stofna. Er það ekki síst vegna sívaxandi áhuga fólks á uppáferðum. Fólk getur keypt sér uppáferðir, farið upp á allan fjandann, t.d. fjöll, holt og hæðir. Ef menn eru t.d. staddir niðri á Lækjartorgi geta þeir komist upp á Hlemm(ekki landnámsmann). Konur geta til dæmis farið upp á (L)loft og karlmenn upp á háaloft.Örugglega verður mikill áhugi fyrir annars konar uppáferðum og auglýsi ég hér með eftir tillögum í þeim efnum. Þett'er allt upp á við, elskurnar mínar, eða hvað?

 

 

 


Dragdrottningin og doktorinn

Dragdrottningin mín þurfti að fara til læknis í vikunni. Ég hitti hana í gær og tjáði hún mér að hún hefði verið í þvílíku kvíðakasti alla vikuna út af heimsókninni. "Ég vissi ekki hverju ég ætti að ljúga að lækninum, hann er líka svo góður kall þannig að ég ákvað bara að segja honum sannleikann. Veistu að það er Gay Pride um næstu helgi sko og ég get ekki verið blönk"? Hvert erindið var við doksa læt ég ógetið hér en drottningin ljómaði öll og telur nú niður dagana til laugardagsins, The Gay Pride day. Svo eitthvað hefur Doksi gert fyrir hana.

Ps. Minni á hagyrðingakeppnina á kaffi.blog.is    Glæsileg verðlaun í boði. 12 dagar til stefnu.


Ég ætla að verða ríkur bóndi

Fór í heita pottinn í gær og komst ekki hjá því að heyra eftirfarandi samtal milli tveggja drengja 10-11 ára. " Ég ætla að verða ríkur bóndi. Ég líka, svaraði hinn. Mig ,langar líka að eiga svona laxveiðiá, sagði sá fyrri. En þær kosta svo mikið. Ekki ef maður er ríkur bóndi, svaraði hinn af bragði. Nei það er alveg rétt hjá þér. Manstu þegar við vorum fyrir neðan stífluna, ég hélt að þriggja punda væri einhver smátittur en það var bara bolti. Hvað var þinn stór? Hann var fimm pund. En hann var ekkert stærri en minn. Fimm pund er meira en þrjú pund. Það er reyndar alveg rétt hjá þér, hann var bara svo feitur og stuttur. Já. Hvað er stærsti fiskur sem þú hefur veitt? 19 pund. Vá, á hvaða stöng? Bara mína litlu. Þú hlýtur að hafa verið með svera línu, ég fékk einu sinni 10 pundara á sjóstöngina og hún brotnaði næstum. Já, er það? Við erum búnir að mok'onum upp í sumar á bestu beitu ever. Hvaða? Maisbaunir, rosalegt mar. Ég fékk alla mína á ??????????? fluguna.

Samræðurnar héldu áfram en ég hvarf á braut. Segið þið svo að ungdómurinn sé ekki upplýstur og hafi ekki sín framtíðarplön á hreinu. Og tómstundaiðja þessara drengja alveg til fyrirmyndar.


Will Hive survive and be alive after we arrive?

Mikið er ég sammála bloggvinkonu minni Jennýu Önnu Baldursdóttur í blogginu hennar um SÍMAFYRIRTÆKIÐ. Ég nýti mér nefnilega þjónustu eða öllu heldur vanþjónustu þessa sama fyrirtækis og hef lent í ýmsum hremmingum hvað þá skortþjónustu varðar. Heimilissíminn var meira og minna out heilan mánuð, eða ég heyrði í viðmælanda mínum en hann ekki í mér. Gott fyrir hann að vísu en ekki fyrir mig. Það væri of langt mál að fara út í alla þá varíanta sem voru á þessari finnstekkiþjónustu og ég sleppi ykkur við það. Kannski er það tregðulögmálið sem veldur því að ég er ekki búinn að troða routernum upp í............................  en þetta er komið lengra en upp í kokið. Nú er það staðsett í kjaftinum og hluti af gremjunni lekur út í bloggheima. Alltaf sama svarið. Kipptu routernum úr sambandi og stingdu svo aftur í samband. Þú verður að skipta um router. Við getum ekki komið með hann til þín. Rólegur,rólegur vinur.................. Við getum ekkert að þessu gert talaðu við orkuveituna(Ljósleiðari). Já já en ég er nú svo dipló þannig að ég hef nú getað sofið og síminn virkar nú nokkuð eðlilega nú um stundir. Kannski ættum við Jenný bara að kalla út bloggherinn og þá er að sjá hvort: Hive will survive and be alive after we arrive?

Ps. Minni á verðlaunasamkeppnina á kaffi.blog.is      Glæsileg verðlaun í boði.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband