Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Einræðisherrarnir og "hetjudáðir" þeirra

Þegar ég var barn og unglingur fylgdist ég fullur áhuga með heimsfréttunum sem bárust mér nær alfarið í gegnum Ríkisútvarpið og Moggann. Tel ég mig hafa lært töluvert í landafræði á því og eins beindist áhugi minn að því hverjir fóru með völdin hverju sinni. Ég átti vin sem deildi þessu áhuga máli með mér og sátum við norður í landi í fámennu þorpi og ræddum heimsmálin löngum stundum. Státuðum við okkur af því að þekkja nánast nöfnin á öllum löndum heimsins og hverjir voru þar forsætisráðherrar, forsetar eða utanríkisráðherrar. Einn af þeim var Suharto, einræðisherra í Indónesíu. Kalda stríðið var í algleymingi, hræðslan við kjarnorkustríð mikil og einhvernveginn var Rússinn alltaf að koma. Það stóð að minnsta kosti í Morgunblaðinu og allt var satt sem þar stóð. Ekki var nú kafað djúpt í þá pólitík sem rekin var í hverju landi fyrir sig enda engar forsendur fyrir barnið að vita þar nokkuð um. Það var ekki fyrr en löngu seinna að maður fór að skoða þessar "hetjur" sínar og ein af þeim var Suharto. Þá kom í ljós ekki svo fögur mynd af manni sem fyrirskipað hafði fjöldamorð í sínu eigin landi til að viðhalda völdum sínum og sinna. Eins og fram kemur í fréttinni er talið að hann hafi fyrirskipað dráp á mörghundruðþúsundum meðbræðra sinna. Samt tókst honum að halda velli í 32 ár og síðan þegar honum loksins var bylt lifði hann í vellystingum í miðri höfuðborg landsins á því sem hann hafði stolið frá meðborgurum sínum. Aldrei var þetta neinn ljótur kall í mínum barnsaugum, ekki frekar en aðrir sem stunduðu svipaða iðju á þeim tíma. Og þeir voru margir. Það versta er að þetta virðist ekkert hafa breyst, nema síður sé, þrátt fyrir upplýsingaöldina og alla þá fréttamennsku sem nú tíðkast, ég tala nú ekki um internetið. Ennþá komast einræðisherrarnir upp með að drepa meðbræður sína og arðræna og oftar en ekki í skjóli hinna svokölluðu siðmenntuðu þjóða. Vopn ganga kaupum og sölum, enda miklir hagsmunir í húfi til að komast í auðlindir viðkomandi landa. Mútur ganga hægri vinstri, meðan pólitískar hátíðarræður svæfa almenning um víða veröld. Já, sagan endurtekur sig eins og sagt er, allt á meðan hinn almenni borgari liggur á meltunni tiltölulega sáttur við sitt. Og viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr. Mannskepnan? Já, það er skrýtin skepna svo ekki sé meira sagt. 
mbl.is Suharto látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Playboykanína í Kópavogi?

Ef enginn eigandinn finnst er ekki tilvalið að biðja Geira á Goldfinger að sjá um hana? Nema , kannski hefur hún bara strokið frá honum? Hvað veit ég?
mbl.is Kanína í óskilum í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hús? Hvaða hús?

Hús? Hvaða hús? Sorry. Wrong number. Það kom einu sinni fyrir mig að margra ára vinna í málverkinu hvarf á einni nóttu. Ásamt ýmsu fleiru. Mjög svo persónulegum munum okkar fjölskyldu. Öllu var hent. Í ógáti? Já ætli það ekki. Ég var reyndar erlendis þegar það gerðist, svo það er kannski best að halda sig heima við héðan eftir. Eða þannig. Ekki fékk ég neinar bætur.
mbl.is Húsið var horfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnús í Borgarleikhúsið

Þær fréttir berast nú úr Borgarleikhúsinu að Magnús Geir Þórðarson hafi verið ráðinn næsti leikhússtjóri. Því ber að fagna. Ég held að það hafi verið kominn tími á einhverjar breytingar þó Guðjón hafi gert ýmsa góða hluti. Magnús sýndi ungur að hann er fæddur leikhúsmaður og óska ég honum innilega til hamingju.

1.apríl----- Marsbúinn

Þetta minnir á ljóð eftir Andra Snæ Magnason. 1. apríl---marsbúinn
mbl.is Marsbúi eða garðálfur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sjálfsagt mál að drepa eða limlesta fólk á Íslandi?

 Ja, nú skortir mig orð til að lýsa hvað á að gera við svona menn.  Mér finnst þeir sleppa ansi vel. Það hefur aldrei verið tekið nógu vel á ofbeldinu hér á Íslandi eins og dæmin sanna. Að drepa eða limlesta fólk hefur aldrei þótt neitt tiltökumál hér á landi, alveg frá landnámi. Það sýna t.d. dómar í nauðgunar og öðrum ofbeldismálum. Sveiattann!!
mbl.is Klipptu fingur af húsráðanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bergur barði Thorberg í klessu

Ég hef ákveðið að breyta um nafn. Þegar ég kom úr sundi í morgun setti ég vax í hárið og var það ansi sleikt. Líktist ég einna helst Barða Jóhannssyni. Og þar sem ég er fæddur á bænum Klessu hef ég ákveðið að taka upp nafnið Bergur Barði Thorberg í Klessu. Og hananú!

Óborgólegur ís-- sá allra besti

Má til með að benda ykkur á ís sem ég smakkaði nýverið. Einn sá allra besti sem ég hef smakkað lengi. Mátulega svalur, bragðgóður með afbrigðum og fer vel í mann í alla staði. Og hvaða ís haldið þið svo að þetta sé? Alveg óborgólegur. Jú jú, Morfís

Mikið djö..... er mér mál að............

Gamlitíminn

Ég verð að reyna að halda í mér. Annars missi ég jobbið.


Skólahald er nýyrði

Orðið skólahald er nýyrði. Það er notað yfir haldið á fartölvutöskunum hjá þeim er stunda fjarnám. Einnig má geta þess að orðið fartölva er einkum notað yfir tölvur sem hefur verið stolið, enda farnar frá eiganda sínum. Bara svona til fróðleiks.
mbl.is Skólahald fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband