Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Ég væri ekki til

Ef mér væri kastað 60 ár aftur í tímann væri ég ekki til, engin kreppa og barasta ekki neitt. En að verða veikur á Íslandi er ekki ráðlegt. Þá hrynur ekki bara heilsan, heldur fjárhagurinn með. Heibrigðisstéttirnar standa sig frábærlega, en ríkið ekki. Fjárhagur heilu fjölskyldnanna hefur hrunið við veikindi, og ansi margir kannast við það. Það er ekki gert ráð fyrir því að menn verði veikir á Íslandi.
mbl.is Kastað 60 ár aftur í tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein stórfréttin

Enn ein stórfréttin. Sturla gerir sér ferð í Dómsmálaráðuneytið. Bókstafurinn A er ágætis stafur( meira að segja tvöfaldaður, AA ), en góð pólitík er ekki rekin á bókstafnum einum saman. Það er nú bara þannig.
mbl.is Framfaraflokkurinn fær listabókstafinn A
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spegill spegill.......

Spegillinn sagði mér í morgun að ég ætti kannski að íhuga svona aðgerð. En maður lætur kreppuna líða og fer ekki út fyrr en á kvöldin. Maður verður að taka tillit til samborgara sinna.
mbl.is Andlit grætt á konu í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott

Gott að þessu máli er lokið. Nú þarf ekki að eyða meira fé í handónýtan málarekstur ákæruvaldsins. Nú fær Jón væntanlega vinnufrið, skyldi maður ætla.
mbl.is Skattamáli Jóns vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ekki er sagt

Það má segja að það sé mannsbragur í þessum viðbrögðum Reynis Traustasonar. En afskaplega er þetta allt klént hjá honum samt. Í framtíðinni hugsar maður kannski meira um það sem ekki er sagt en það sem er sagt. Eins og menn gera oft í bananalýðveldum. Dagblað sem þorir? Jahá.
mbl.is Aldrei aftur mun óttinn stýra fréttaflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beinskeytt

Þessu spáði ég í október. Nú hefur það gerst. Hið besta mál. Beinskeytt mótmæli gegn spillingaröflunum. Löðrandi sveittir auðmenn á fullu inni í bönkunum að reyna að hvítþvo hvern annan. Það verður að stoppa það. En ég set ekki samasemmerki milli Baugsmálsins og þátttöku Sullenbergers í mótmælunum. Lifði hann ekki nokkuð hátt með Jóni Ásgeiri í den?
mbl.is Jón Gerald mótmælir í Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin fýsnum kennda frjálshyggja

Er rekinn einhvers konar "straffkapítalismi" á Íslandi? Hvernig geta tvö lönd, sem byggja á mjög svo sambærilegu hagkerfi, haft svona ólíka peningastefnu? Ég er alveg seðlablankur í hausnum. Og hvað segir Hannes Hólmsteinn í Seðlabankanum? Hvoru megin liggur hin fýsnum kennda frjálshyggja? Báðu megin?
mbl.is Vextir 0-0,25% í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru blaðamenn lygarar?

Þau eru mörg leyndarmálin þessa dagana. Reynir Traustason situr á leyndarmáli í þessu máli eða er lygari. Davíð Oddsson situr á leyndarmáli í öðru máli og er lygari ef hann stendur ekki við það sem hann hefur sagt og gefið í skyn. En allir sem komast í þessa kategóríu fá borgað feitt. Það skortir ekkert á það.
mbl.is Reynir biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar á að taka málið fyrir?

Og hvar á að taka málið fyrir? Á Íslandi? Í Bretlandi? Á Grænhöfðaeyjum? Nei ég bara spyr.
mbl.is Mál verði höfðað gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni brallar með Davíð og Guðna

Nú nú, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn eru verstir. Hvað með Sjálfstæðisflokkinn? Er Bjarni kannski um það bil að ganga í hann? Það kæmi mér ekki á óvart, eða kannski er hann farinn að bralla með Guðna og Davíð? Jafnvel líklegra.
mbl.is Stjórna í gegnum fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband