Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Uppörvunarfrétt?

Það segir okkur ekkert að Björgvin hafi lent í sjötta sæti. Af hvaða styrkleika var mótið sjálft? Ef við vissum það myndum við vita meira. En annars, til hamingju Björgvin.
mbl.is Björgvin sjötti í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær fáum við frið fyrir Framsóknarmönnum?

Hvenær fáum við frið fyrir þessum Framsóknarmönnum sem tröllríða fjölmiðlum nánast á hverjum degi í innbyrðis rifrildi og valdabrölti? Umfjöllun um Framsóknarflokkinn er í engu samhengi við það fylgi sem flokkurinn hefur í dag. Krakkar: Ræðið þetta bara í Framsóknarhúsinu og látið okkur hin í friði.
mbl.is Helga Sigrún gagnrýnir Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kerald Sullenbergers er að sökkva

Þeir heita allir svo fallegum og traustum nöfnum þessir menn. Tryggvi (trygglyndur og trúr), Hreinn Loftsson, (hvað er betra en hreint íslenskt fjallaloft). En Kerald Sullenbergers er um það bil að sökkva og í keraldinu er maður sem skýtur föstum skotum, sem hverfa út í sortann og skolast svo burt í brimróti hinnar skuldsettu þjóðar í norðrinu.
mbl.is Tryggvi: Kem ekki nálægt Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Prisma

Prisma er þverfaglegt nám! Í hverju? Væri ekki allt í lagi að taka það fram í fréttinni. Getur maður orðið doktor í prisma? Þetta er allt mjög flott: Listaháskóli, Akademía, Háskóli...... En hvað er Prisma, herra blaðamaður?
mbl.is Nýtt diplómanám í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleikinn ekki mikill þessa klukkutímana

Af hverju leggur ritstjóri DV ekki spilin á borðið og opnar þetta mál eins og það snýr við honum? Ekki nógu mikið í höndunum? Er það í fyrsta skipti? Þetta er allt saman mjög undarleg framkoma af hálfu ritstjórans, sem stærir sig af því að fletta ofan af málum. Af hverju ekki þessu máli? Það er spurning sem marga langar að fá svar við. Trúverðugleiki Reynis Traustasonar er ekki mjög mikill þessa klukkutímana.
mbl.is Íhugar málsókn gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo bregðast.............

Nú er kominn tími á rannsóknarblaðamennsku um rannsóknarblaðamanninn. Þessi mál verður að skýra. Það er nokkuð ljóst.
mbl.is Upptaka af útskýringum ritstjóra DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara fyrir 60 plús

Jæja, þá er fyrsta framboðsræðan komin í loftið. Það er byrjað varlega. Bara fyrir 60 ára og eldri.
mbl.is Ingibjörg: Orsökin liggur í ofsafrjálshyggjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borga feitt

Stórir aðilar hafa mikil völd........ og borga feitt......
mbl.is Frétt DV stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingismannahöfgi

Þetta skýrir hvers vegna ég fæ aldrei svar við tölvuskeytunum mínum. Ég þarf að fara að gá í sent möppuna mína. Æi það er einhver Alþingismannahöfgi sem ríður á mann þessa dagana. Það er ekki nóg með að maður viti ekkert um hvað stendur í skeytunum, heldur hefur maður ekki hugmynd um hvert þau fara.
mbl.is Sofandi kona sendi tölvupóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er okkur ekki fjandans sama?

Þá er það "paa det rene". Þorgerður er á leiðinni til Evrópu. Hvað verður um Sjálfstæðisflokkinn? Fer hann út eða suður? Eða norður og niður? Hvað gerir Davíð? Og Guðni og Bjarni? Og hinn Bjarni. Það kemur væntanlega í ljós innan tíðar. En flestum er fjandans sama.
mbl.is Ekkert annað hægt en sækja um aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband