Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Vélkonur á Alþingi

Væri ekki hægt að skipta út nokkrum Alþingismönnum fyrir svona vélkonur? Tæki nokkur eftir því? Nema kannski breytingum til batnaðar......
mbl.is Skapaði vélkonu í stað kærustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niður Tippagötu og upp Græðgisgötu

Jæja, nú getur maður fengið sér göngutúr niður Tippagötu, beygt svo niður Græðgisgötu og skroppið yfir á Blésgötu og tekið nokkur spor á nýbúið að Lagagötu. Af Blésgötu blasir við manni Rassgatsgata og þaðan er gott að bregða sér upp Seljastíg, en það mun víst vera búið að selja hann. Gott er að setjast niður við Frekatorg (sem heitir í höfuðið á öllum frekjunum í bænum), en ekkert jafnast svo á við, að hvíla lúin bein við Nægistorg, svona í kreppunni og naga þar skóreimar í nepjunni.
mbl.is Nöfn samþykkt á nýjar götur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki öll stríð "langt í burtu"

Koma viðlíka atburðir til með að gerast hér á Íslandi? Það er nú ekki ýkja langt síðan frændur okkar Írar drápu mann og annan og stóð sá hildarleikur lengi. Og Írland er nú ekkert svo langt frá Íslandi. Það eru ekki öll stríð "langt í burtu", eins og einhver sagði hér um árið.
mbl.is Götubardagar boðaðir í Aþenu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saksóknari heyrir raddir

Nú er saksóknari farinn að heyra raddir. Nú er stutt í að aðrir embættismenn íslenska ríkisins fari að heyra raddir. Þá vitum við hvert á að senda þá. Það er ekki svo slæmt. Esjan er falleg í skammdeginu.
mbl.is Raddir fólksins hjá saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólöglegt samráð?

Ólöglegt samráð? Besservisserarnir á Alþingi hljóta að geta sagt til um það.
mbl.is Samráð við skipan saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott sparnaðartips

Alltaf gott að fá svona sparnaðartips. Nú kaupir maður bara sviðasultu í jólamatinn og sleppir maltinu og appelsíninu. Og sparar ómældar fúlgur. Málið dautt.
mbl.is Allt að 80% vatn í sviðasultu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í heimildarleysi

Engir af þessum seðlum eru undir koddanum hjá mér. Stúlkan í Bónus segir við mig: Engin heimild!! Þess vegna skrifa ég þessar línur í algjöru heimildarleysi.
mbl.is Þjóðin lúrir á milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin skítug olía á vélinni

........ og geislabaugur leikur enn á ný yfir Alþingismanni. Og nú getur hann sko verið Alþingismaður á fullu, hvítþveginn og fínn. Og tilbúinn til valdameiri embætta í hrörnandi flokki. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Að hvítþvo sig fyrir almenningi. Og engin skítug olía á vélinni.
mbl.is Bjarni úr stjórnum N1 og BNT
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldar herbragð

Þetta er náttúrulega bara fyrsti hluti af enn frekari innrás Ameríkumanna í íslenskt þjóðfélag. Til að taka yfir hrunið efnahagskerfi landsins. Koma á Íslendingum í innbyrðis jólastríð, svo þeir gleymi öllu um bankastríð og önnur stríð, sem geisa nú um allt land. Og hvað er betra og snjallara en að senda kóka kóla jólasveininn fyrstan á vettvang og rugla þjóðina í ríminu? Dillandi mjöðmunum og skrækjandi ameríska jólasöngva. Þetta er snilldar herbragð.
mbl.is Jólasveinar valda deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki í fyrsta skipti....

Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem svona lagað gerist. Hefur bæði gerst hér á landi og annars staðar í heiminum. Kannski er þetta dulbúin hótun úr glæpaheimum? Svona fer ef......... Svartur húmor, en smekklaus.
mbl.is Auglýsti andlát samfanga síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband