Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hringleikasýning og hræsni

Það er með ólíkindum hvað "forkólfar verkalýðsins og atvinnurekanda" hafa komið sér og sínum vel fyrir í þjóðfélaginu. Þannig hefur það verið árum saman og litlar breytingar í sjónmáli, sýnist mér. Í krafti hinna miklu peninga, sem verkalýður landsins greiðir inn í lífeyrissjóðina, hafa þeir ómælt vald í samfélaginu og fjárfestingar þeirra hafa margsinnis orkað tvímælis og oft hreinlega verið út í hött. En ábyrgðin er engin. Þó þeir hafi "makkað" með bönkunum og öðrum, í hringleikasýningum íslensks fjármálalífs um áraraðir, með mjög svo misjöfnum árangri, sitja þeir áfram, eins og ekkert hafi í skorist, á sínum feita rassi og sínum feitu launum, án þess að bera nokkra ábyrgð á því þegar miður fer. Svona lagað þurfum við að losna við úr hinu íslenska samfélagi. Eins og hverja aðra spillingu.
mbl.is Laun stjórnenda helstu lífeyrissjóða munu lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá á fund sem finnur

Er þetta frétt? Jú líklega. Maður verður nú að fylgjast með Framsóknarmönnum hinnar íslensku þjóðar. Ef við gerum það, er jafnvel hugsanlegt,að við fáum enn  meiri insýn í, gullkistur fortíðarinnar. Og sá....... á fund sem finnur. Er það ekki þannig? Hvað heitir aftur fyrirtækið... sem Finnur á í Noregi? Gæti það verið? Frumherji? Ískenskrar útrásar? Kannski einhvern tíma....... kannski......... var það bara falið í Seðlabankanum allan Tímann? Spyr sá sem ekki veit???
mbl.is Nýr skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dag eftir dag eftir dag eftir dag..........

Seðlabankastjóri.....Seðlabankastjóri...... Seðlabankastjóri..... Réttkjörnir þingmenn, sem mynduðu þá ríkisstjórn sem nú er við lýði, hafa vart tíma til að sinna störfum sínum, vegna eins Seðlabankastjóra.....sem á að starfa í umboði þeirra.... en ekki í umboði sjálfs sín, þó Seðlabankastjóra sjálfum sé það ekki fullkomlega ljóst. Hvað er í gangi eiginlega? Öllu heldur: Hvað er í gangi hjá Sjálstæðisflokknum, sem lætur þetta viðgangast.... dag eftir dag eftir dag eftir dag?


mbl.is Eitthvað rotið í Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsku María

Elsku María. Vertu sterk. Blessuð sé minning einstæðrar manneskju. Ég gleymi því aldrei þegar Rúnni skoraði á móti Ferencvaros. Og ég gleymi ekki lögunum heldur. Aldrei.
mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlaprumpvarp

Nú hriktir í stoðunum. Fyrrverandi fjölmiðlakóngur Íslands hefur talað. Ekki er það á honum að skilja, að Þorgerður Katrín, verði framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Það eru einfaldlega of margir auðugir menn á Íslandi ( sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið dyggan vörð um, svo lengi sem elstu kerlingar muna), til að það geti orðið að veruleika. Og svo... er Davíð....bankastjóri... farinn að tala um sinn "gamla flokk" Sjálfstæðisflokkinn. Hann er ekki einn um það. Gamall tími hefur hingað til vikið fyrir nýjum tíma. Kannski eru Styrmir og Davíð að uppgötva það... núna. Það verður tíminn einn að leiða í ljós.
mbl.is Getur ekki vikist undan kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með hólmstein á bakinu.... og punginn í framsókn

Djýsús kræst. Er ekki núna komið nóg bara? Vonandi fyrir íslensku þjóðina og manninum sjálfum til hagsbótar. Hvernig getur maður t.d.  sagt:  Ég, ætla mér, að gegna stöðu Seðlabankastjóra, í nokkur ár til viðbótar og ef, það fer eitthvað í taugarnar á íslenskri, fullvalinni þjóð, að mér var ætlað (ætlað? ( Er það ekki eins dáldið eins og drottningarveldið í Bretlandi, Mér var ætlað  sbr. "aðlaður"..... það embætti fram í rauðan dauðann......... þá getur þjóðin  sjálfri sér um kennt. Og....... ef þið verðið ekki þæg..... og góð.... þá bara fer ég aftur í pólitík.... með punginn í framsókn.... og hólmstein á bakinu. Verði ykkur að góðu...
mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjúpid mí

Ef við fáum góðan drátt...... ja þá getur allt gerst... í fótbolta. Og aldrei að vita... hversu langt við förum.... Hugsaðu þér.... að fá drátt á heimavelli.... Sex sinnum, einn á móti markmanni? Ég sem hélt að þetta fjallaði um íþróttir....... stjúpid mí......
mbl.is Markvörður Burnley: Allt getur gerst í fótbolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu fá eitt Seðlabank?.... í bakið....

Viltu fá eitt Seðlabank? Er það það sem þú ert að biðja um? Haltu kjafti og hlýddu og vertur góður. Annars gætir þú átt á hættu að fá eitt Seðlabank. Beint í hausinn. Og í bakið. Ég býð ekki í þína framtíð á Íslandi.... eftir svoleiðis högg. Það myndi ég hreint ekki gera. Þú veist hver ræður. Bara svo það sé á hreinu. Það eru ekki þú eða ég...... ef þú hefðir haldið það.....ég er bara fórnarlamb........ firringar..... svona svoldið.... eins og þú......., en núna er einfaldlega runninn upp sá tími, þegar teppið er bankað, (rauða teppið og öll hin),og þá, er hugsanlegt, að við losnum við rykmaura hins  mjög svo moldrykaða menningarsamfélags okkar ÍSLENDINGA ..... og rykið fýkur út, í hreint íslenskt andrúmsloft og hverfur þar í útblæstri, annara þjóða og okkar. Hvað um það? Taka þá á teppið. 
mbl.is Mótmælendur farnir út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klikkaðir akademíkar

Hin akademíska stétt í íslensku þjóðfélagi hefur klikkað. Til hvers að mennta sig til vitleysu? Um leið og þetta "menntaða fólk", hefur lokið "prófi", gengur það inn í verndað umhverfi "hinnar upplýstu stéttar", sem veit allt, kann allt og getur allt. Það er varla hægt að ganga lengra í fullveldi. Hinnar akademísku stéttar. Ekki hinnar íslensku þjóðar. Og... það er flestum að verða ljóst núna. Menntun er nauðsynleg, en bara fyrir fáa útvalda. Almúginn verður að taka út sína menntun á lífinu sjálfu. Orðið "fullvalda", snéri aldrei að hinni íslensku þjóð, heldur bara að fáum útvöldum Íslendingum. Eins og dæmin sanna. Betri er græddur eyrir í vasa sægreifa en í vösunum okkar og ég tala nú ekki um, í vösum útlendinga á góðum vöxtum.
mbl.is Réðust inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband