Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Nýi tíminn og gamli tíminn

Nýi tíminn og gamli tíminn mættust örskamma stund í kvöldfréttum RÚV í kvöld, í líki Dags B. Eggertssonar annars vegar og Ólafs F. Magnússonar hins vegar. Rætt var við þá örstutta stund um niðurstöður úr hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar. Án þess að fara efnislega mikið út í hvað þeir sögðu, þá blasti við, að Dagur talaði eins og sannur Íslendingur og sannur heimsmaður er hann talaði um framlengingu Hljómskálagarðsins, bryggjubyggð í Nauthólsvík og ný tækifæri fyrir menntastofnanir og fleiri, en Ólafur muldraði eitthvað um að fagleg niðurstaða um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar yrði að liggja fyrir áður en lengra yrði haldið. Hvers eigum við að gjalda, Reykvíkingar, að búa við þá stjórn sem nú ríkir í borginni okkar? Ég spyr???????  


mbl.is Úrslit í keppni um skipulag Vatnsmýrar kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varðturnar

Með tilliti til undangenginna atburða í höfuðborginni og þess stjórnleysis sem þar ríkir, er orðið tímabært að reisa varðturna víðs vegar í Kópavogi og fylgjast vel með nágrönnum sínum. Maður veit aldrei hverju þessir anarkistar í Reykjavík geta tekið upp á. Gildir þá einu hvort rífa verður niður 10 ára gamlar byggingar, sem hvort sem er aldrei hafa þjónað tilgangi sínum. Sem sagt: Hátt hreykir heimskur sér..... hærra minn guð hjá mér.........


mbl.is Smáratorg rifið og háhýsi byggt í staðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ljósið lokað inni?

Ljósið

Hér er ljósið sem lýsir að sinni

og lætur svo vel að þér.

En ef ljósið er lokað inni

það lýsir ei lengur hér.

 

Bergur Thorberg


Námfús drengur

Námfús drengur. Þekktur af lögreglunni. Hann hefur farið skólavillt. Hann hefur náttúrulega verið á leiðinni í lögregluskólann.
mbl.is Braust inn í Endurmenntunarstofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

112--Pólitísk aðstoð á stundinni

Björn Bjarnason var rétt í þessu í þættinum Ísland í dag og var kallinn óvenju glaðbeittur. Hann var staddur í Öskjuhlíðinni í tilefni af 112 deginum og lýsti því yfir að hann gæti kannski veitt pólitíska ráðgjöf í gegnum 112 fyrir þá sem ættu í erfiðleikum í pólitík eða væru í vafa hvers konar ákvarðanir þeir ættu að taka. Það var eitthvað glimt í augunum á kallinum sem ég hef bara aldrei séð áður og hann sagði líka að hann væri ekki í nokkrum vafa um að vandræði Vilhjálms í borgarmálunum hefðu valdið Sjálfstæðisflokknum skaða. Kannski hann ætli sér bara í borgarmálin aftur? Ekkert kemur lengur á óvart í borgarpólitíkinni þessa dagana, sérstaklega hvað varðar borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna. Þetta minnir orðið á skátaflokk með gleyminn og úr sér genginn foringja og ljósálfa og ylfinga í stuttbuxum eða ljósbláum kjólum sem dansa allt um kring. En áttavitinn er greinilega misvísandi. 

Að hlæja sig dráttlausan

Vissuð þið að íslenskir karlmenn hlæja sig oft dráttlausa að eigin fyndni? Eða hvað segið þið konur? Hafið þið orðið varar við þetta?

Ríkir gleði á Raufarhöfn

Ríkir gleði á Raufarhöfn

af rausn skal Þorra blóta.

Fyrir landi fannhvít dröfn

fegurðina að móta.

Svo er fetað yfir fönn

í faðminn heim að njóta.

Við það missti maður tönn

mest við að ökkla brjóta


mbl.is Slagsmál á Raufarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarlögmaður? Nei, við borgum lögmanninum

Innansveitarkróníka. Ég verð að fara yfir stöðu mína gagnvart börnum mínum áður en ég kaupi handa þeim afmælisgjafir. Ég verð að íhuga stöðu mína í hjónabandinu áður en ég fer með konunni á Þorrablót. Ég verð að gaumgæfa vel hvort ég má yfirleitt vera memm, áður en ég ræðst í að stjórna borginni minni. Borgar lögmaður? Nei, við borgum lögmanninum. En umfram allt: Silence is golden----- zu reden ist silber, zu schweigen ist gold---- Mæli þarft eða þegi!!! En hvaða tuð er þetta eiginlega í mér........ þetta fjallar nú bara um borgina okkar..... við sundin blá. Ég leggst bara í sófann og horfi á annan góðan þriller, á meðan hinir háu herrar hugsa......en í alvöru talað: Njótum þagnarinnar og gerum bara það sem okkur langar til, í borginni okkar.
mbl.is Pólitísk staða Vilhjálms rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningar. Verði þinn vilji.

Já. Gat það verið. Það skyldi þó aldrei vera rétt hjá mér eins og ég hef bent á í ath.semdum á blogginu mínu. Peningar. Peningar. Peningar. 
mbl.is Sala Laufáss ekki útilokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úthvíldur

Úthvíldur

Jæja, nú er ég úthvíldur og tilbúinn á bloggið í kvöld.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband