Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Þið sjáið um þetta fyrir mig í dag

Ég ætla að lúlla aðeins lengur í dag

Ég ætla að lúlla aðeins lengur í dag. Þið sjáið um þetta fyrir mig.


Í bljúgri bæn

Ég beini þessum skrifum mínum beint til biskupsins yfir Íslandi. Ætlar þú, Herra biskup, að láta það óáreitt, að sú sómafjölskylda sem búið hefur í Laufási nyrðra til margra ára og bæði aukið hróður kirkjunnar til muna og gætt jarðarinnar með sóma, verði nú hrakin af jörðinni? Eru verk sómaklerksins og manneskjunnar Séra Péturs Þórarinssonar ekki meira metin af kirkjunni, nú þegar hann er allur? Í mínum huga var Séra Pétur holdgervingur kristinnar trúar, sem þrátt fyrir mikið mótlæti í lífinu, missti aldrei sjónar af Guði sínum og jós ótakmarkað og án skilyrða úr brunni gáfna og góðmennsku með brosið í glettnum augunum. Í bljúgri bæn bið ég þig Herra biskup, að afstýra þessu voðaverki. Þessi fjölskylda öll hefur átt við nóg mótlæti að stríða gegnum árin, svo þetta bætist ekki ofan á. Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er. Samningar eru samningar en nú er komið að þér Herra Karl Sigurbjörnsson : Afstýrðu þessu og heiðraðu með því minningu eins af dyggustu og margbrotnustu þjónum Guðs og manna sem stigið hefur á íslenska jörð.

Í bljúgri bæn.  Texti: Pétur Þórarinsson


mbl.is Gert að flytja húsið frá Laufási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg er aftan digur

Ingibjörg

Ingibjörg er aftan digur

en örmjó að framan.

Skyld'ekki mega sker'ana í sundur

og skeyt'ana svo aftur saman?

Höf. ókunnur.


Siðblindir sækópatar

Er það tilviljun að þau ríki sem nú æsa sem mest til ófriðar í heiminum skulu bæði vera með þvílík ólög í gildi sem raun ber vitni? Bandaríkin og Íran. Í Íran eru menn dæmdir til dauða á fjórða glasi og í einhverjum ríkjum Bandaríkjanna eru í gildi þriðja eða fjórðabrotslög en brot á þeim geta varðað margra ára fangelsi eða jafnvel ævilöngu þó viðkomandi steli bara einni myndbandsspólu! Og í Saudi-Arabíu eru börn hálshöggvin fyrir litlar sakir eins og við lásum um á dögunum. Hvenær kemur að því að hin svokallaða siðmenntaða heimsbyggð fær nóg og gerir eitthvað í þessum málum og lætur til sín taka, í stað þess að hanga undir hælnum á siðblindum sækópötum alla tíð? Hið tvöfalda siðferði sem ríkir t.d. í Bandaríkjunum, er að mínu mati ein hin mesta ógn sem við lifum við nú um stundir.
mbl.is Dauðarefsing fyrir að drekka áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónurnar í kaffikrús, fimmtíukallarnir í eldspýtustokk

Stjórnarformaður Spron seldi hluta af stofnbréfum sínum nokkrum dögum áður en félagið fór á markað. Formaðurinn (hún) segist hafa verið að taka til í eignasafni sínu. Allt í röð og reglu á þeim bænum. Ég er að hugsa um að taka mér hana til fyrirmyndar og taka aðeins til í mínu. Ég ætla að setja krónurnar mínar í gamla kaffikrukku sem ég fann í gær, það verður gott að grípa til þeirra næst þegar mig langar í sleikjó eða þarf að taka strætó. Fimmtíukallarnir fara í eldspýtustokk sem ég fann síðast þegar ég var kveikjaralaus og hundraðkallarnir sömuleiðis. Seðlunum þarf ég ekki að hafa áhyggjur af, þá tekur bankinn alltaf áður en ég fæ þá augum litið. Ég lít upp til stjórnarformanns Spron. Hann (hún) kenndi mér að það er lífsnauðsynlegt að taka til í eignasafninu sínu og hafa allt í röð og reglu. Þá getur maður gengið brosandi út í daginn og jafnvel tekið strætó eins og fínn maður.  

Febrúardraumar

Febrúarnótt

Febrúardraumar geta tekið á sig ýmsar myndir.

Góða nótt.


Blessuð sé minning Hedda frænda

Nú er hann Heddi frændi kominn í vota gröf. Blessuð sé minning hans. Hann hefur að vísu átt við mikil veikindi að stríða á undanförnum árum og verið í öndunarvél og dælt upp úr honum með reglulegu millibili, svo það er kannski best fyrir alla að hann fékk hvíldina. Mér finnst það vanvirðing við minningu hans að segja að hann hafi verið tekin upp í skuld og til hafi staðið að farga honum. Hafa menn engar tlifinningar? Megi Heddi frændi hvíla í friði.
mbl.is Heddi frændi sokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ránvænn banki?

Glitnir (Íslandsbanki) við Lækjargötu virðist einhvernveginn vera svona ránvænn. Þetta er ekki í fyrsta skipti. Stefán Máni tekur líka fyrir rán í sama banka fyrir mörgum árum í bók sinni "Svartur á leik" (bók sem ég mæli eindregið með, þó lesningin sé ekki alltaf fyrir viðkvæmar sálir eins og stundum er sagt). Lengi vel tókst ekki að upplýsa það rán að fullu, ekki fyrr en fyrrum sambýlis eða eiginkona látins manns létti á samvisku sinni. Það er líka eftirtektarvert að axir koma mjög oft við sögu í ránum og ofbeldisverkum nú til dags. Þetta getur endað með því að menn verði hreinlega klofnir í herðar niður eins og í Íslendingasögunum forðum. Þá vaknar spurningin: Eru Íslendingasögurnar svo lifandi í dag að menn eru hreinlega farnir að temja sér vopnaburði fornhetjanna Skarphéðins og fleiri? Kannski halda þessir ógæfumenn bara til að mestu leyti í Kvosinni og nenna ekki (það er nú líka svoldið kalt) upp á Laugarveg og þaðan af síður lengra. Að leita sér skjóls í húsi drottins, Herkastalanum, það er svo aftur önnur saga. Öll erum við jöfn fyrir Drottni almáttugum. 
mbl.is Fjórða ræningjans leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kellingarnar eru tékkaðar upp í Rangárvallasýslu

Skellti mér út að borða í kvöld. Á næsta borði sat kelling (má maður segja kelling?), sem talaði ekki um neitt annað en mat við borðfélaga sína(fyrirgefiði, ljótt að hlusta milli borða en hún talaði bara svo hátt). Hún talaði um svið og málbein, skötu og hamsatólg, hákarl og harðfisk og hvernig mamma eldaði hrossakjötið og hvernig lýsinu var hellt út á og signa fiskinn og grásleppuna og............. svo....... kom ein saga í restina af kellingunum í Rangárvallasýslu sem þurftu að pissa úti þegar kalt var í veðri skelltu sér á hækjur og bunan fraus niðri við jörð og þá lyftu þær sér örlítið og bunan fraus ofar og þær lyftu sér og bunan fraus enn og á endanum stóð niður úr þeim svakalegt grýlukerti en þeir sem stóðu álengdar sáu ekki betur en það væri hreinlega verið að tékka þær upp...... Ég heyrð'ekki meir því ég var búinn með desertinn....... En svei mér þá, ég er ennþá með kæst lýsisbragð í munninum og borðaði ég þó bara afbragðsgóða lambasteik.

Einhver þarf að bjarga löggunni

Ég held að þetta sé snilldarbragð hjá Dómsmálaráðherra. Hann er ekki bara að hugsa um fá björgunarsveitarmenn í lið með sér til að stilla þeim upp á móti samborgurum sínum á strætum borgarinnar heldur ekki síst til að vernda lögregluna sjálfa, samanber árás útlendinganna á fíkniefnalögregluna forleden dag. Maður sér fíkniefnalögregluna fyrir sér umkringda björgunarsveitarmönnum í sérstökum búningi. Það ætti að auðvelda störf fíknó og auka árangur af starfi þeirra til muna. En samt er eins og hæstvirtur ráðherra sé á förum úr ráðuneytinu og vilji skilja eftir sig sem dýpst sporin á sem flestum sviðum eins og dæmin sanna að undanförnu. 

 

 


mbl.is Björgunarsveitarmenn í varalið lögreglu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband