Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
3.2.2008 | 15:29
Carl Fredrich Hill og halastjarnan.
Vaknaði með andfælum í morgun og og þá varð mér ljóst að ég var sonur Carls Fredrich Hill og ónefndar halastjörnu. Þá vitiði það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2008 | 11:12
Æi, geta þeir ekki verið aðeins lengur í verkfalli?
Nú er kjörið tækifæri fyrir íslenskar sjónvarpsstöðvar að snúa sér að evrópsku efni sem hefur verið úti í horni í dagskrárgerð íslensku stöðvanna frá upphafi. Það hefur sýnt sig svo um munar að evrópskt efni (danskt, enskt, þýskt, sænskt, franskt o.s.frv.) er einfaldlega miklu betra en þessi útþynnta tugga sem rennur upp úr amerískum handritahöfundum (þó með einstaka undantekningum). Nægir að nefna frábæra danska og enska sjónvarpsþætti sem þó hafa ratað á skjáinn. Svo ekki sé talað um frábærar kvikmyndir víðsvegar frá Evrópu og öðrum heimsálfum en Norður-Ameríku. Er ekki nóg komið af þessu Kóka kóla Macdonalds Kentucky kjaftæði, sem ratar inn í flest handrit sem koma frá the Superior Yankees? Það finnst mér.
![]() |
Stórt skref í kjaradeilu handritshöfunda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.2.2008 | 12:38
"Við höfum séð hæðir og og lægðir í pólitík", segir Þorgerður Katrín
Eru það ekki aðallega hægðir undanfarið?
![]() |
Fundað í Valhöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2008 | 10:18
Húsið beint á móti sólinni (endurtekin færsla)
Ég var einu sinni kennari á landsbyggðinni og leiðbeindi þar krökkum á ýmsum aldri.Auðvitað voru þau mismunandi langt komin í heimsspekinni en öll á leiðinni út í hið svokallaða þroskaða og hraða fullorðinslíf.Þeirra á meðal var 7 ára gömul stúlka sem hét Gréta,glaðlynd og hress en gat setið löngum stundum og hugað að sínu,horft dreymnum augum út um gluggann á kennslustofunni og gerði ég það að vana mínum að trufla hana sem minnst þegar sá gállinn var á henni.Hún var mjög skýr til svara og hafði einhvern veginn þann hæfileika að skoða hlutina í öðru ljósi og frá öðru sjónarhorni en flestir hinna krakkanna. Einu sinni fengum við heimsókn af manni í bekkinn ,sem varla er í frásögur færandi. Það var blíðskaparveður og ansi heitt í skólastofunni.Talaði hann um stund við börnin,spurði þau að heiti o.s.frv. Kom að því að hann vék máli sínu að Grétu litlu og spurði hana meðal annars að því hvar hún ætti heima. Gréta stóð upp af stólnum,gekk rakleiðis að glugganum,benti út og sagði: Ég á heima í húsinu beint á móti sólinni. Ekki hef ég séð Grétu í nokkur ár en það er mín einlæga von að hún búi enn í húsi, beint á móti sólinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2008 | 00:23
"Kuffélagið"
Já það fer fækkandi í sveitum landsins. Ég gleymi aldrei hvernig kaupfélagið fór með föður minn og fleiri forðum daga. Launin voru nánast öll í formi úttektar í "kuffélaginu", vörur með fullri álagningu og ágóðinn beina leið í hítina til Reykjavíkur. Sveiattann. Framsóknarflokkurinn er tímaskekkja og ótrúlegt hversu mikil völd hann hefur haft á síðustu öld og í byrjun þessarar. Auðvitað eru SÍS peningarnir ennþá á fullu í hagkerfinu og ótrúlegt hvernig þessi risaeðla hefur komið sér fyrir þar. Aftur sveiattann.
![]() |
Sögulegt lágmark Framsóknarflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2008 | 16:02
Kvótakerfið þarf að fá sér viagra
Það er ekki kvótakerfið sem er getulaust, heldur þeir sem bjuggu það til og þeir sem aðhyllast það. Eiginhagsmunir á hæsta stigi. Það er nú ekki flóknara en það.
![]() |
Telja kvótakerfið getulaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)