Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Vorið er komið

Ekki ætla ég mér að gera lítið úr hættu sem skapast ef sina tekur að brenna. Það er ekkert gamanmál. Verður oft nánast, ekki við neitt ráðið. Sjálfur er ég alinn upp við sinubruna og auðvitað sitthvað fleira. En svei mér þá, ég held orðið að sinubruni sé meiri vorboði en Lóan. Hún kemur vissulega ennþá á okkar slóðir en sinubruninn, hann klikkar aldrei á því. Ég man sjálfur eftir því að ég var einu sinni staddur austan megin Eyjafjarðar við lítinn snotran læk ásamt vinum mínum, ekki langt frá Svalbarðseyri..... allt í einu stóð allur gróður, sem tekist hafði að þorna eftir afar blautan vetur, í ljósum logum. Við félagarnir áttum í raun og veru, fótum fjör að launa en þar sem lækurinn góði var ekki mjög langt undan, tókst okkur lafhræddum, að slökkva í vorinu. Um stundarsakir.
mbl.is Sinubruni á Kjalarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumanótt..... og Jónsmessa nálgast

Megi silkiþræðir drauma vefja  alla nóttina. Mína. Og þína. Á morgun kemur nýr dagur. Og, ef maður er heppinn, þá....vaknar maður. Við það.... Það er ekkert einfalt mál að gera draum að veruleika. En það vitum við sem gerum ekki drauma að veruleika.....nema eitthað sérstakt sé í gangi.........annaðhvort er að halda áfram að sofa og dreyma... eða bara vakna. Og Shakespear stendur vaktina. Og fer hvergi. Nema.... við viljum að hann stilli sér upp afsíðis og haldi sér til hlés. Þá má hann fara og fá sér hressingu og vona það besta..... fyrir lokaþáttinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bráðum koma jólin

Einu sinni var ég staddur á götu.

Með Kötu.

Lötu.

Ja, það var Þorláksmessa

og við skutluðum í okkur skötu.

Daginn eftir fengum við okkur

lítið barn.

Reifað í jötu.


Kreppumaður----- Það er okkar maður

Já. Í gamla daga var þetta Lizt eða Bíó. Þegar maður var á Klapparstígshverfisgötutímabilinu. Sem var stutt. En gaf. Manni, sem er ekki sammála útreikningum samtímans á og í tíma, þó allir þeir útreikningar byggist á viðteknum staðreyndum reyndra vísindamanna allra tíma,. Samt ekki nóg.  En maður lærði allan andskotann á'ssu. Ekki allan. But a little devil in the devil himself.

Kaffikattaskítsbúið mitt í Asíu

Kattaskítskaffi er gott. Til að mála upp úr. Bara einum of dýrt fyrir fátæka kaffimálara. Ennþá. Kannski stofna ég kaffikattaskítsbú í Asíu þegar fram líða stundir. Hver veit?
mbl.is Þefkattaskítskaffið hressir en kostar sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni indjáni.... alltaf indjáni

Ég komst að því í dag að ég er indjáni. Örþreyttur. Ekkert uppörvandi að uppgötva það. Örvarnar sýndu mér tvær leiðir: Önnur lá inn og hin út. Ég valdi útörina. Þar mætti mér kúlnahríð úr einhverju hlaupi sem ég tók þátt í, endur fyrir löngu. Byssuhlaup, minnir mig að það hafi verið kallað. Þetta var endur fyrir löngu og ég vaknaði. Örendur. Og örandinn og örvandinn virtust vakna á sama augnabliki inni í mér, langt fyrir innan höfuðleðrið.

Vilhjálmur Stormsker Thorberg Gígja

Ég kynntist einu sinni Gígju. Hún var hljómfögur og var með sex strengi. Hún beið eftir því að hæfileikamenn færu um hana höndum. Þá myndi hún hljóma sem aldrei fyrr og fara batnandi með hverjum fingurgómi er snerti hennar viðkvæmu strengi. Svo fór, að ég held, einhver að nostra við hana sem var ekki alveg með á nótunum. Í dag er hún víst kölluð NostalGígja. Og nýtur, samkvæmt fjölmiðlafregnum, mikilla vinsælda. Og fær vel borgað. Hjá þeim sem hugnast gamlir tímar, í nýjum búningum.

Höfuðlausn

Yfir höfuð..... hef ég ekkert að segja. Þess vegna læt ég liggja undir höfði... allt sem ég segi.

Ég er andskoti

Nei nei.... ég er enginn andskoti. Ég millilenti einu sinni í Glasgó (komst ekki til Edinbúrgar, af því ég fékk ekki að fara út úr vélinni). Ég hugsaði: Andskotinn.  Svo flaug ég bara burt frá Skotlandi.

Rithöfundur er fæddur

llkkva Ivari. Lögreglumaður? Nýr Mikael Niemi? Velkominn í hópinn llkkva. Megi sögur þínar lifa sem lengst.
mbl.is Orðhagur lögreglumaður áminntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband