Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Valdarán?

Ég þarf nú bara smá tíma til að átta mig á þessari frétt áður en ég segi fleira. Bear Stearns? Hver reddaði Bear Stearnes? Hvað er í gangi?
mbl.is Allir taka skort í Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Veðurstofa Íslands með flösu í hárinu......... eins og vorið

Vorið kom í dag. Strax í morgun. Ég sá það sjálfur koma svífandi á vængjum yfir flóann. Búið að ryðja burt nánast öllum skýjum og slæðum sem eru sífellt að byrgja sólinni sýn. En...... svo þegar kvöldaði, þá var eins og vorið væri byrjað að grána og engu líkara en að það væri komið með flösu í hárið, sem það vildi endilega að lenti á okkar herðum.  Mannanna. Og vorið ætti nú að vita það að við erum ekkert svo mikið fyrir gráar slykjur á herðunum a.m.k ekki þegar þær líkjast svona........... "hárflösu".  Og ekki bara það....Sumarið næstum komið........ að sögn....... eða þannig. Kannski tekur maður bara vetrarúlpuna fram á morgun og sendir sólarolíuna upp á VEÐURSTOFU  ÍSLANDS og...... VONAR HIÐ BESTA. Þeir á Veðurstofunni hljóta að vita, best, hvað er hægt að gera við hana og hvenær.


Pointið í fréttinni

Ef þetta eru réttar upplýsingar frá forsætisráðuneytinu, sem maður verður að ætla að þær séu, finnst mér hreinn sparðatíningur að vera að fetta fingur út í fararmátann. Það er margt annað í íslensku stjórnkerfi sem menn ættu frekar að beina sjónum sínum að, því víða er potturinn brotinn eða hafa myndast í honum stórar sprungur. Eitt er þó kannski svolítið undarlegt að eftir því sem heimurinn skreppur meira saman,eins og til dæmis með stöðugri framför í fjarskiptum, (internetið o.fl.), þeim mun fleiri verða ferðir ráðamanna til útlanda til að sækja alls kyns mismerkilega fundi með tilheyrandi kostnaði. Það er kannski pointið í þessari frétt.
mbl.is Þotuleigan var 4,2 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er það sem á vorvindinn?

Hver á hamingjuna? Hver á vorvindinn,(reyndar ansi hvass stundum), sem kemur ofan af Kjalarnesi þreyttur á ferð sinn úr Borgarfirðinum? Hver á seinþreytta snjóbletti sem streytast við langt fram á sumar, bara til að bráðna? Í Esjunni. Hver? VIÐ. Og........ lífið  og....náttúran.

Af eða að......gefnu tilefni.......ókeypis.......

Simbad sæfari sigldi skipi sínu Sæfara suður sægrænt Svartahaf. Sæfarinn stórfenglegi sýndi snilld sína, sífellt sleikjandi stórbrotna síbylgjuna. Storkandi sortanum, sigldi sterkur sjómaðurinn staðfastur stefnandi sifellt suður skelfilegt Svartahaf. Stökkvandi sædjöflar stinnir, sterkir, svignuðu svekktir, sárgramir, sökkvandi. Steikjandi sól sást skælbrosandi sleikja sótsvört skuggaleg ský. Skipstjórinn sjóndapri svolgrandi Stolisnæja, stefndi staðfastur suður, syngjandi síkátur stefið, Sigurður sjómaður. Spyrjandi Suðrið sæla stöðugt stórra spurninga. Suðrið sæla svaraði spurningum sjóarans svolítið stuttlega, stamandi, stynjandi. Stop! Stans! Stop! Skrokkurinn stóri sigldi samt staðfastur, stefnandi sjóaður suður, slóttugt Svartahaf. Sagan sýnir Simbað sæfara stálhraustan sjómann stöðugt sigrandi.

Framhald síðar....... þegar höfundur hefur jafnað sig á essinu.......og kannski seinna ...... verður hann virkilega ...... i essuni sínu. Ef Guð lofar........sssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss


Það er ekkert gaman mál að þreifa sig áfram í myrkrinu

Hvað er ein rotta milli póla? Hugsanlegar afleiðingar spurningarinnar væri svar sem hljómaði einhvernveginn svona: Who cares?  Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem andstæðir pólar slökkva og kveikja í Svíþjóð. En kertaloginn lifir enn á Íslandi, svo lengi sem við höfum vit á því að blása ekki of mikið...... og helst ekki of snöggt.. Höf. Kári. (vindurinn okkar) Allra.

Það er ekkert gamanmál að þreifa sig áfram í myrkrinu.

Og það eru sko skógar í Svíþjóð.

Eins gott að passa sig á elgunum í myrkrinu,  milli trjáa.


mbl.is Rafmagn fór af er rotta fékk raflost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirfilega geymdur í fjárhirslum Ríkisins

Landbúnaðarráðherra boðar breytingar. Tímamótabreytingar. Nú opnast möguleikar. Við getum núna flutt inn hrátt hvalkjöt frá Japan án samviskubits. Það kemur sér vel á stundum að einn og sami maðurinn sé landbúnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra. Svo ef þjóðin þreytist síðar á svona embættisglöðum manni, þá sendir þjóðin náttúrulega manninn bara í Seðlabankann. Þar verður hann kirfilega geymdur(gleymdur) í Fjárhirslum Ríkisins. Og allir sáttir.
mbl.is Landbúnaðarráðherra boðar tímamótabreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pensilstroka undir pari

Þetta hefur verið langur dagur og allt hefur gengið frekar hægt fyrir sig fyrir framan strigann. Það hefur tekið á taugarnar og þolinmæðina að halda einbeitingu. Svo slokknaði ljósið og ég sá ekki línuna sökum myrkurs. Svo þegar rofaði til gat ég ekki verið annað en sáttur við að hafa komist í gegnum niðurskurðinn eins og uppskurðinn forðum. Þegar ég svo leit á strigann sá ég strax að ég var einni pensilstroku undir pari og það kemur til með að nýtast mér á morgun.
mbl.is Birgir: „Ég sá ekki línuna í síðasta púttinu vegna myrkurs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar Már, Hannes Hólmsteinn, Laxness og................ ég......... og orginölin........okkar

Hver hefur stolið hverju? Frá hverjum? Hver á upphafið? Og... hver á niðurhalið? Hvað stóð á steintöflunum í gamla, gamla daga? Viti menn! Þú, ég er að tala við þig! Þú mátt ekki stela! Er það Guð eða er það maðurinn sem langaði svo mikið til að vera GUÐ. Það sem Halldór Guðjónsson sagði, "hugsanlega" á veitingahúsi (sjoppu), fyrir margt löngu, kemur út úr koki einhvers manns löngu síðar og hann gerir kokhljóð þessi, að sínum eigin kokhljóðum. Hvað orðið kok þýðir, skulum við láta liggja á millum hluta, þó það minni óneitanlega á orð sem ekki er nefnt í klaustrum nema þegar dimmt er orðið. Þið hafið getið ykkur rétt til. Orðið er: Ábótavant. Svo öllu sé haldið til haga, þá er þetta á stundum kallað á ylhýru máli: Pólitík. Og á fullvöldum dögum: Stjórnmál. All of a sudden, vaknar spurning, sem vekur spurningarnar allar, sem liggja við hlið hennar: Og spurningin spyr: Áttu svar? En þegar samtímameðhöfundar mínir að svokölluðum veruleika samtímans, (það erum við náttúrulega öll), (skynjið þið hrokann), hafa ekkert annað við hinn dýrmæta tíma sinn að gera, annað en að agnúast út í meðbræður er hafa hrifist af skáldi sem sannarlega á skilið að hrífa heila þjóð með sér, þá ættu þeir kannski að fá sér ærlegan sundsprett, bara svona til tilbreytingar. Það sem við viljum er orginal. Orginalið er okkur í blóð borið. Hinni útvöldu þjóð. Orginalanna. Við treystum því að menn steli ekki orginölum.

No big deal

Þetta segir mér ekki mjög mikið um börnin né heldur kennarann en þeim mun meira um þjóðfélagið sem þau lifa í. Það sem gerist í USA berst hratt út um heiminn og verður oftar en ekki veruleiki í öðrum þjóðfélögum mjög fljótlega. Enda skortir ekki áróðurstækin: Bíómyndir, Kókakóla, Macdonalds o.s.frv.  o.s.frv. Við látum þetta yfir okkur ganga. No big deal. Við erum svo töff og sjálfstæð. Við setjum smá íslenskan svip á draslið og málið er dautt. Eða bara við gleypum það hrátt. No big deal.
mbl.is Ætluðu að ræna kennaranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband