Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
2.4.2008 | 09:48
Rollurnar á Laugaveginn- Beljurnar á Austurvöll
Framtak atvinnubílstjóra er með ágætum. Kominn tími til að láta verkin tala. Alþingismenn eru með svo opin eyrnagöng að orð fara inn um annað eyrað og út um hitt. Spurningin er nú hverjir koma næst? Bændur gætu rekið búfénað sinn til Reykjavíkur og sett hann í miðborg Reykjavíkur. Þá verður erfitt að komast leiðar sinnar og alls ekki hægt að tala í farsíma fyrir jarmi og bauli. Drykkjumenn landsins gætu mótmælt háu áfengisverði með að blokkera allar vínbúðir landsins (slegið upp partíi) og haldið út þar til kokkteilbirgðir ráðamanna yrðu uppurnar og öryrkjar þessa lands gætu slegið skjaldborg um Tryggingastofnun og sungið þar væmin ættjarðarlög þar til líf fæddist í þeirri annars steindauðu stofnun. Og einhver þyrfti að ná í stýrið úr Seðlabankanum sem menn þar á bæ nota eingöngu til að stýra vöxtum í eina átt: Upp. Ef allt þetta gerðist á sama tíma væri kannski hægt að draga ráðamenn að borðinu til skrafs um breytingar í þessu litla þjóðfélagi okkar til góðs ( ég er ekki að tala um borðið sem menn sofa við, drekka gos og borða kökur við eða mæta ekki við). Trillusjómenn gætu svo tjaldað á köjum landsins þar til þeir fengju að fara á sjó til að ná í réttlátan skerf af auðlindinni okkar sem þar býr. Á endanum fjallar þetta allt um það sem Villi gamli spjótahristir sagði einu sinni: To be or not to be. Réttara væri þó: To do or not to do. Ekki bara við eldhúsborðið.
Mestu tafir hingað til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2008 | 22:38
Arnarklósettið
Stóra salernismálið enn óleyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2008 | 11:13
Bulldólgar samtímans
Vildi gera Ísland gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2008 | 06:27
Æðislega sætur matur....Heldurðu að maður eigi séns í hann?
Heilinn skynjar sætabrauðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)