Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Er messuvínssopinn fyrsti sopinn?

Þetta hefur án vafa verið óþægileg reynsla, ekki bara fyrir þingmanninn og prestinn, heldur fyrir alla um borð í vélinni. Ég er sammála klerki um að það ætti að vera óþarfi að veita áfengi um borð í flugvélum. Það leiðir líka hugann að áfengisveitingum innan kirkjunnar í formi messuvíns og þeirri gömlu speki: Taktu aldrei fyrsta sopann. Sérstaklega ekki á barnsaldri.
mbl.is Flugdólgur í vél með íslenskum þingmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bogi og Örvar í Amazon

Ef það er rétt að þeir séu með Boga og Örvar þá hljóta þeir að eiga nóg að drekka. Annars væru þeir ekki þar, það er næsta víst.
mbl.is Myndir nást af óþekktum ættbálki í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyjólfur skjálfti----- Ragnar skjálfti

Jæja. Eyjólfur litli var ekkert að tvínóna við þetta og hefur kannski skelft skjálftann á brott. Hann á sér allavega nafna í viðurnefninu: Ragnar Skjálfta, jarðskjálftafræðing. Og það er ekki leiðum að líkjast. Hann skelfdi nú ýmsa á brott hér áður fyrr. Ó já já. Foreldrar: Til hamingju með soninn vaska.
mbl.is Fæddist í skjálftanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vöðvafjöll í Predikunarstól

Ja nú er eins gott að haga sér vel í kirkjunni maður. Nú þýðir ekki að fá eitthvað hóstakast og vera með eitthvað vesen. Nú er eins gott að hafa hemil á grenjandi börnum og grátandi gamalmennum og það þýðir ekki lengur að vera að hvísla og pískra einhverja vitleysu á bekkjunum og fletta sálmabókum með tilheyrandi hávaða og teygja úr vinnulúnum fótum og reka þá í bekkinn fyrir framan. Nei, það er sko búið með allt svoleiðis. Og þið skuluð sko fara með bænirnar í hljóði. Ef þið verðið með einhver læti kemur meðhjálparinn Magnús Ver og tekur í lurginn á ykkur og ef þið eruð sköllóttir þá er sjálfum prestinum að mæta. Og þá er nú best að biðja Guð að hjálpa sér. Þið getið náttúrulega bara sleppt því að fara í kirkju og farið í ræktina í staðinn en það er ekkert víst að það mæti ykkur eitthvað betra þar. Ó nei. 
mbl.is Sterkir prestar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo bregðast.........................

Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Það er nú bara þannig.
mbl.is Altari kirkjunnar í molum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi kona var "cool"

Þetta kalla ég hetju. Hugsið ykkur að liggja á bakinu í 60 ár í einhverjum hólk! Ha? Sjálft orðið "stállunga" hljómar kalt en þessi kona var það sem við getum kallað "cool". Nei, nú er kominn tími til að hætta að væla yfir skitustingjunum sem hrjá okkur nútímamennina og beygja höfuðið í lotningu fyrir konu eins og Dianne Odell. Og fleirum sem hafa lifað við svipaðar aðstæður og hún. Allir saman nú: Hneigja.
mbl.is Var tæpa sex áratugi í stállunga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smile before killing

Gamla Mafíuaðferðin: Smile and kill.
mbl.is Henk Ten Cate sagt upp upp hjá Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki eldgos?

Huggun harmi gegn að ekki virðist sem eldsumbrot séu í vændum. Ýmsir Vestmannaeyingar eru samt örugglega vel á verðinum. Það veit enginn fyrr en reynt hefur hvernig það er að lenda í eldgosi
mbl.is Flokkast sem Suðurlandsskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ennþá með riðu

Eins og ég sagði áðan var ég að lesa fréttina á Mbl um jarðskjálftann sem var fyrr í dag. Svei mér þá. Ég er ennþá með riðu. Eins og nýkominn af sjó. Vonandi hefur enginn slasast.

Jajajajaja...rðskjálfti!!!!!!

Ja hérna. Ég var staddur í eldhúsinu heima og var að lesa um jarðskjálftan sem varð undir Ingólfsfjalli fyrr í dag. Allt í einu lék allt á reiðiskjálfi. Þvílík tilviljun!!!! Heyrði kallað jarðskjálfti innan úr stofu og utan af götunni.Bíð frekari frétta eins og aðrir.
mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband